About Már

This author has not yet filled in any details.
So far has created 26 blog entries.

UNDANÚRSLIT Í BORGUNARBIKARNUM!

Við skulum ekkert vera að flækja þessa hluti neitt svakalega.
Stærsti leikur ársins er á morgun á JÁVERK-VELLINUM.
Leikskráin fyrir leikinn er tilbúinn á netinu.
Hún segir allt sem segja þarf.

Borgunarbikar selfoss valur

Fylkir í heimsókn

Það er skammt stórra högga á milli þessa dagana.
Seinni umferð pepsideildar kvenna hefst í kvöld hjá stelpunum okkar og þá koma nágrannar okkar úr Árbænum í heimsókn.
Fylkisstúlkur komu öllum á óvart í fyrstu umferð og unnu Selfoss 2 – 0 í Lautinni. Þær eru sem stendur í 6. sæti í deildinni með 13 stig en […]

Loksins sigur!

Glæsilegur og öruggur sigur gegn toppliði Þróttar Reykjavík í gær.
Liðið var allt annað en undanfarið, menn voru djarfir og börðust eins og ljón og uppskáru eftir því. Látum fantagóða skýrslu Arnar Helga fyrir fótbolta.net segja allt sem segja þarf.
Hvað réði úrslitum?
Nýr þjálfari í brúnni hjá Selfyssingum er mögulega ástæða þess heimamenn komu einbeittir […]

Jón Daði með glæsimark

Jón Daði Böðvarsson skoraði 2 mörk og lagði upp 1 í stórsigri Viking Stavanger á Álasundi 4-1. Seinna mark Jóns Daða var stórglæsilegt.

Upphitun. Þróttarar koma í heimsókn

Andstæðingar kvöldsins koma beint úr Laugardalnum. Þó Þróttur sé að upplagi knattspyrnufélag hafa stærstu sigrar þeirra verið á blakvellinum. Félagið hefur fært sig tvisvar um set í Reykjavík en frá 1998 hefur það formlega haft aðsetur í Laugardalnum.

Samkvæmt tölfræðisíðu KSÍ hafa Selfoss og Þróttur mæst 15 sinnum í opinberum kappleikjum. Selfoss hefur unnið 5, Þróttur […]

Zoran hættir, Gunni Borg tekur við!!!

Þetta eru vægast sagt stórfréttir sem voru að berast af Engjaveginum í kvöld.
Zoran Miljkovic er hættur sem þjálfari meistaraflokks karla.
Liðið hefur spilað undir væntingum í sumar og ekki skorað nema 8 mörk í 10 leikjum í deildinni og situr í 10. sæti með 9 stig og 2 mörk í mínus.

Gunnar Rafn Borgþórsson […]

Heimaleikur í undanúrslitum.

Dregið var í undanúrslitum Borgunarbikarins í hádeginu í dag.

Vonir okkar voru að fá heimaleik og það rætist!

Heimaleikur gegn Kr eða Val (kemur i ljós á laugardaginn) laugardaginn 25. júlí klukkan 14:00.

Leikirnir verða ekkert mikið stærri en þetta á JÁVERK-VELLINUM og því skulum við gera eins og Dagný spáði fyrir um og setja aðsóknarmet á leiknum. […]

Stelpurnar fara norður

Stelpurnar okkar fara norður á Akureyri á morgun og etja þar kappi við Þór/KA í 9. umferð Pepsideildarinnar.

Stjarnan vann sinn leik í kvöld og því gífurlega mikilvægt að ná í 3 stig til að halda áfram pressunni á toppi deildarinnar.

Selfoss og KA/Þór hafa mæst 8 sinnum á undanförnum árum og er tölfræðin ekki okkur í […]

Útileikur gegn Þór

Næsti leikur hjá strákunum er á morgun, þriðjudag, við Þór Akureyri. Þetta er útileikur og því kjörið að fara norður í land í dag og skoða sig um, fá sér svo ís hjá Brynju, pizzu á Greifanum og skella sér svo á Þórsvöll á leikinn klukkan 19:15.

Bæði lið eru búin að vera í lægð undanfarið. […]

Stelpurnar komnar í undanúrslit

Stelpurnar komust áfram af harðfylgi í undanúrslit í bikarnum á föstudaginn.

Leikið var í Eyjum við ÍBV og var staðan markalaus eftir 90 mínútur og því þurfti að framlengja. Eyjastúlkur fengu víti á 99 mínútu og skoruðu úr því. Var undirritaður staddur í fjölskylduboði og fylgdist með leiknum í gegnum textalýsingu mbl.is og skelltu þeir í […]