UNDANÚRSLIT Í BORGUNARBIKARNUM!

Við skulum ekkert vera að flækja þessa hluti neitt svakalega.
Stærsti leikur ársins er á morgun á JÁVERK-VELLINUM.
Leikskráin fyrir leikinn er tilbúinn á netinu.
Hún segir allt sem segja þarf.

Borgunarbikar selfoss valur

Fylkir í heimsókn

Það er skammt stórra högga á milli þessa dagana.
Seinni umferð pepsideildar kvenna hefst í kvöld hjá stelpunum okkar og þá koma nágrannar okkar úr Árbænum í heimsókn.
Fylkisstúlkur komu öllum á óvart í fyrstu umferð og unnu Selfoss 2 – 0 í Lautinni. Þær eru sem stendur í 6. sæti í deildinni með 13 stig en […]

Upphitun. Þróttarar koma í heimsókn

Andstæðingar kvöldsins koma beint úr Laugardalnum. Þó Þróttur sé að upplagi knattspyrnufélag hafa stærstu sigrar þeirra verið á blakvellinum. Félagið hefur fært sig tvisvar um set í Reykjavík en frá 1998 hefur það formlega haft aðsetur í Laugardalnum.

Samkvæmt tölfræðisíðu KSÍ hafa Selfoss og Þróttur mæst 15 sinnum í opinberum kappleikjum. Selfoss hefur unnið 5, Þróttur […]

Stelpurnar fara norður

Stelpurnar okkar fara norður á Akureyri á morgun og etja þar kappi við Þór/KA í 9. umferð Pepsideildarinnar.

Stjarnan vann sinn leik í kvöld og því gífurlega mikilvægt að ná í 3 stig til að halda áfram pressunni á toppi deildarinnar.

Selfoss og KA/Þór hafa mæst 8 sinnum á undanförnum árum og er tölfræðin ekki okkur í […]

Útileikur gegn Þór

Næsti leikur hjá strákunum er á morgun, þriðjudag, við Þór Akureyri. Þetta er útileikur og því kjörið að fara norður í land í dag og skoða sig um, fá sér svo ís hjá Brynju, pizzu á Greifanum og skella sér svo á Þórsvöll á leikinn klukkan 19:15.

Bæði lið eru búin að vera í lægð undanfarið. […]

Grótta – Selfoss, fimmtudaginn 2.júlí kl. 19.15

Við erum að fara að spila við Gróttu á Seltjarnarnesinu. Nánar tiltekið á Vivaldi vellinum.

Byrjum á veðrinu en samkvæmt veðurspám (bæði yr.no og vedur.is) eru töluverðar líkur á logni, sem er fáheyrt á þeim slóðum.

Við hverju má búast af okkar mönnum? Liðið hefur átt í erfiðleikum með sóknarleikinn, ekki skorað mikið af mörkum. Meiðsli […]

KR á mánudaginn.

Pepsídeild , mánudag kl.19:15 JÁVERK-völlurinn.

Nú eru nýliðar KR í heimsókn og eru með það að markmiði að festa sig í sessi í deild þeirra bestu. Björgvin Karl Gunnarsson þjálfar og Edda Garðars er honum til aðstoðar. Hópurinn er nokkuð sá sami og skilaði þeim upp úr 1.deidlinni sem sigurvegurum og skoruðu 58 mörk í 19 […]

Selfoss – Haukar 25. júní klukkan 19:15

Haukar eru andstæðingar okkar að þessu sinni.

Félögin tvö hafa fylgst að í þónokkuð mörg ár. Frá 2007 hefur aðeins einu sinni komið fyrir að við höfum ekki spilað í sömu deild. Það var árið 2012 þegar Selfoss var í Pepsi en Haukar í 1. deild.

Liðin hafa mæst allt í allt 24 sinnum. Haukar hafa unnið […]

Toppbarátta í Kópavogi

Breiðablik – Selfoss á Kópavogsvelli kl. 19.15 þriðjudag.
Liðin eru tveim efstu sætum Pepsídeildar og munar aðeins einu stig, Breiðablik með 16 og Selfoss 15 stig. Liðin hafa bæði unnið síðustu 5 leiki en Breiðablik nokkuð meira sannfærnadi og markatalan 22-2 meðan Selfoss hefur skorað 15 en fengið á sig 6 mörk., örlítið lakara.
Sagan segir okkur […]

Fjarðabyggð á útivelli

Selfyssingar leggja land undir fót og heimsækja austurlandið í 7. umferð 1.deildar karla kl 13:00 á sunnudaginn þann 21.júní. Mótherjinn er Fjarðarbyggð og völlurinn er Fjarðabyggðarhöllin á Reyðarfirði.

Fjarðabyggð situr í fjórða sæti 1.deildar með 12 stig á meðan Selfoss vermir 7. sætið með 8 stig. Selfyssingar eru nýbúnir að landa sigri á móti fram eftir […]