Afturelding í heimsókn

Selfoss tekur á móti Aftureldingu í Pepsídeild kvenna, þriðjudag á JÁVERK vellinum kl. 19:15

Fyrir leikinn er Selfoss í 2.sæti deildarinnar eftir 5 umferðir með 12 stig en Afturelding situr á botni deildarinnar ásamt KR og Þrótti R. sem öll eru með 1 stig.

Síðustu leikir Aftureldingar hafa verið barátta og fyrsta stigið kom í 0-0 jafntefli […]

Fram á fimmtudaginn

Selfossdrengir taka á móti Knattspyrnufélaginu Fram fimmtudaginn 11.júní kl.19:15 á JÁVERK-vellinum á Selfossi. Verðurstofum Íslands og Noregs ber saman um að hiti verði um 9-11°C og vindur verði í lágmarki, með örlitlum möguleika á rigningu.

Selfoss gerði frækna ferð á Akureyri um síðustu helgi og kom tilbaka með eitt mikilvægt stig í pokahorninu. Var það annar […]

Sigur í bikar og Valur næst.

Síðustu úrslit hjá stelpunum 5-1 sigur gegn Völsung í 16 liða úrslitum Borgunarbikars.
Undirritaður missti af Völsungs-leiknum en bendum á umfjöllun Sunnlenska sem klikkar aldrei.

Búið að draga í bikarnum og Selfoss fékk útileik í eyjum, hefði getað verið betra og hefði getað verið verra. Svipað og í fyrra þar sem við fengum ÍBV heima […]

Völsungs konur í heimsókn.

Selfoss – Vösungur á morgun í Borgunarbikar kvenna og allt á sveif með okkar stúlkum fyrir þessa viðureign en það er svipað hjá Völsungum sem eru taplausar í sumar. Leikurinn er á JÁVERK vellinum laugardag kl. 13.30

Bikarævintýri Selfoss í fyrra var og er enn eftirminnilegt en bleika skýið þynnist og nú þarf að bretta upp […]

Bikarleikur gegn Val

Ég ætla ekki að fara í grafgötur með það að ég þoli ekki Ránfyglið. Allt við þennan klúbb vekur hjá mér ógleðistilfinningu og það að spila við þá er hræðilegt, en ég skal skrifa smá upphitun.

Selfoss dróst gegn Ránfyglinu eftir góðan útisigur gegn Reyni í síðustu umferð, ekki draumadrátturinn að fá Pepsideildarlið á útivelli en […]

Þróttarar í heimsókn

Nú er um að gera að mæta á JÁVERK völlinn og sjá Selfoss taka á móti nýliðum Þróttar Reykjavík, þriðjudag kl. 19:15 Fyrir leikinn er Selfoss stelpur í galopnu færi að komast í eitt af efstu sætum Pepsídeildarinnar, sitja fyrir leikinn í 4-5. sæti í hnífjöfnum efri hluta.

Þróttara stelpur vonast eftir fyrsta stiginu eða stigunum […]

Heimaleikur gegn Grindavík

1.deildin heldur áfram að rúlla á föstudagskvöldið þegar Grindvíkingar koma í heimsókn á Selfoss. Leikurinn hefst klukkan 19:15 en við ætlumst að sjálfsögðu til þess að heimamenn mæti tímanlega á leikinn og fái sér grillaða borgara og drykk með.

Grindavíkurmenn eru í 8. sæti deildarinnar eftir 1 sigurleiki og 2 tapleik. Því má gera […]

Stórleikur gegn Stjörnunni

Fimmtudagskvöldið 28.maí fara stelpurnar okkar til Garðarbæjar og mæta þar Íslandsmeisturum Stjörnunnar á Samsung-vellinum. Leikurinn hefst kl. 19:15 og er í 3.umferð Pepsi deildarinnar.

Stjarnan situr í 3.sæti með fullt hús stiga en með lakari markatölu en liðin fyrir ofan. Stjarnan sigraði KR-inga í 1. umferð deildarinnar 1-0. Í síðustu umferð unnu þær síðan sannfærandi […]

Ferðalag til Ólafsvíkur framundan

Á laugardaginn kemur, 23.maí, ferðast karlalið okkar til Ólafsvíkur þar sem þeir eiga leik við heimamenn þar í bæ klukkan 16:00.

Eins og kunnugt er tapaði liðið grátlega fyrir HK í síðustu umferð, 1-0 á Selfossvelli. Selfyssingar stjórnuðu leiknum frá upphafi og þangað til við fengum rautt spjald sem riðlaði leikskipulaginu talsvert.

Þriðjudaginn síðastliðinn heimsóttum við hinsvegar […]

Fyrsti leikur strákanna

Fótboltasumarið á Selfossi hefst laugardaginn 9.maí nk. þegar við tökum á móti liði BÍ/Bolungarvík í 1.deild karla.

 

Upprunalega átti leikurinn að spilast á Ísafirði en vegna óviðráðanlegra aðstæðna hvað veðráttu varðar var ákveðið að færa leikinn á Selfoss. Leikurinn verður þó ekki spilaður á grasvellinu þar sem hann verður ekki klár en spilað verður á gervigrasinu

 

Lið […]