Á laugardaginn kemur, 23.maí, ferðast karlalið okkar til Ólafsvíkur þar sem þeir eiga leik við heimamenn þar í bæ klukkan 16:00.
Eins og kunnugt er tapaði liðið grátlega fyrir HK í síðustu umferð, 1-0 á Selfossvelli. Selfyssingar stjórnuðu leiknum frá upphafi og þangað til við fengum rautt spjald sem riðlaði leikskipulaginu talsvert.
Þriðjudaginn síðastliðinn heimsóttum við hinsvegar Sandgerði þar sem heimamenn í Reyni tóku á móti okkur í Borgunarbikarnum. Sá leikur vannst 0-2 og við verðum því í pottinum þegar dregið verður í næstu umferð bikarsins.
Eftir tvo leiki í deild sitjum við í 6.sæti með okkar 3 stig sem verða þó vonandi orðin 6 eftir leikinn gegn Ólafsvíkingum.
Víkingar eru með 4 stig og sömuleiðis búnir að spila tvo leiki. Í 1.umferð unnu þeir góðann sigur á Haukum en gerðu svo 0-0 jafntefli við Gróttu í síðustu umferð.
Á síðasta tímabili unnu Selfyssingar fyrri leikinn við Ólafsvíkinga 1-0 en sá leikur var spilaður í Akraneshöllinni þar sem Fúfúra tryggði okkur sigur. Síðari leikurinn var spilaður á Selfossvelli þar sem við töpuðum 0-2.
Bæði lið eru því staðráðin því að sækja 3 stig á laugardaginn og styrkja stöðu sína í deildinni.
Hér má sjá líklegt byrjunarlið
Myndin sem er efst uppi tók Guðmundur Karl