Við skulum ekki eyða of mörgum dálksentimetrum í þennan leik. 0 – 0 jafntefli gegn Gróttu er alls ekki ásættanlegt.
Leikurinn var afspyrnu bragðdaufur og einkenndist leikur beggja liða af því að hvorugt vildi tapa. Selfoss hefur núna ekki skorað síðan 11. júlí 290 mínútur frá síðasta marki og 325 mínútur frá því við skoruðum úr opnu spili.
Zoran og félagar hafa góðan tíma núna til að finna útúr þessu og gera það vonandi.