Selfoss – Vösungur á morgun í Borgunarbikar kvenna og allt á sveif með okkar stúlkum fyrir þessa viðureign en það er svipað hjá Völsungum sem eru taplausar í sumar. Leikurinn er á JÁVERK vellinum laugardag kl. 13.30

Bikarævintýri Selfoss í fyrra var og er enn eftirminnilegt en bleika skýið þynnist og nú þarf að bretta upp sokkana og gera alvöru bikarkeppni aftur.

Mótherjarnir eru Völsungur sem er þekkt félag fyrir gott uppbyggingarstarf á leikmönnum þar sem sérstaklega strákarnir frá Húasavík hafa hrannast suður í efstu deildina eða erlendis í atvinnumennskuna. Hjá stelpunum er aðeins annar strúktúr en þær fara meira í Þór/KA ef þær fara þá á annað borð.

Róbert Ragnar Skarphéðinsson hefur þjálfað stelpurnar að norðan síðan 2014 en þar áður var hann aðstoðarþjálfari þeirra. Hann hefur ma. spilað og þjálfað karlalið Völsungs og þekkir allt inn og út í þessum fræðum. Fyrir tímabilið voru nokkur skipti á leikmönnum eins og gengur en Völsungur fékk úr Þór og Hömrunum (Akureyri) 6 leikmenn og þar á meðal Hafrúnu Olgeirsdóttur sem er að upplagi heimakona. Hafrún spilaði með Þór/KA 3 ár í Pepsídeild kvenna og skoraði meðal annars 3 mörk í 17 leikjum Peprísdeildar í fyrra. Hafrún er markahæst í Borgunarbikarnum í ár með 5 mörk og því verðugt verkefni að stoppa hana eins og raunar allt Völsungsliðið sem ekki ber að vanmeta. Völsungur hefur spilað 2 leiki í 1.deild og 1 í bikarnum og eru taplausar í sumar með markatöluna 21-0.

Fyrri viðureignir eru skráðar 2 en síðasta sumar Selfoss í 1.deild (2011) unnu okkar stelpur 0-1 á Húsavík og svo 5-0 heima þannig að 100% árangur hingað til. Þessa leiki spilaði m.a. Dagný Páls í markinu. Hún á einhverja leiki í Völsungsbúning (yngri flokka) en þær sem eru enn í Selfoss-hóp síðan fyrir 4 árum eru Bríet, Karen Inga, Gumma, Kristrún Rut og Íris Sverris.

Okkar lið verður etv. eitthvað smá breytt frá síðasta leik og engin ný meiðsli svo vitað sé. Undirritaður telur ekki margar breytingar í loftinu því það ber að taka leikinn alvarlega og ekki neitt vanmat leyfilegt. Ef Selfoss kemst í þægilega stöðu í leiknum verða etv. einhverjar hvíldar snemma og aðrir fá séns.

Spáin er 3-0 og sigur í venjulegum leiktíma.

Áfram Selfoss / at

Leikskráin er klár.
Selfoss – Völsungur bikar