Selfoss – ÍA einvígi á JÁVERK velli,  miðvikudag klukkan 18:30 – Pepsídeild kvenna.

Leikur þessara liða í fyrri umferðinni fór 0-2 þar sem Lauren Huges og Eva Lind skoruðu í sitt hvorum hálfleiknum. Síðan þá hefur mikið gengið á hjá báðum liðum og Selfoss misst dampinn meðan ÍA hefur ekki náð mörgum stigum en verið að bæta sig og náðu eina sigrinum í 9.umferð á KR vellinum. Nýlega lét Þórður Þórðar af þjálfarastöðunni og við tóku þau Kristinn H. Guðbrands og Steindóra S. Steinsdóttir. Eftir það kom óvænt jafntefli gegn Þór/KA þannig að þær gulu eru klárlega að hressast.

ÍA er fyrir leikinn í neðsta sæti með 5 stig og markatöluna 5-23.

Selfoss er fyrir leikinn í 7.sæti með 10 stig og markatöluna 15-28.

Síðustu 5 viðureignir ÍA í deildinni eru 3 töp, 1 jafntefli og 1 sigur (J-T-S-T-T)

Síðustu 5 viðureignir Selfoss í deildinni eru 4 töp og eitt jafntefli (T-J-T-T-T)

 

Lið gestanna er vel skipulagt, uppalið á Skaganum að mestu með Megan Dunnagan sem þeirra markaskorarar en hún er með 4 af 5 mörkum ÍA í sumar. Það er kannski málið að þær hafa ekki skorað mikið en virðist vera að færa sig framar og ná stigum undanfarið.   ÍA er frekar ungt lið og þeirra elstu menn eru erlendu leikmennirnir (23 ára) en flestar af þeim íslensku eru fæddar á árunum 95-97 eða um tvítugt. Þetta er kannski málið að það vantar reynslu í Pepsíverkefnið en þær virðast læra fljótt og nokkrar í hópnum sem spiluðu þó nokkuð síðast þegar ÍA var í Pepsídeildinni.

Lið Selfoss er á uppleið en í nokkurri krísu ennþá hvað meiðsli varðar. Katrín Ýr frá með slitið krossband eftir Blikaleikinn og ekki sjáanlegt að Gumma sé að koma aftur alveg í bráð. Selfoss enn að basla í að manna sömu vörn 2 leiki í röð en Heiðdís kemur líklega inn aftur eftir meiðsli.

Hverjar sem liðið eða völlurinn er og sama hvernig viðrar þá er það næsti leikur sem er mikilvægasti og Selfoss verður að gefa allt í þetta núna. Markt bjart undanfarið eins og stig úti gegn Blikum, Unnur Dóra skoraði sitt fyrsta marki í mfl.leik gegn Stjörnunni, virkilegt björt framtíð þar (16 ára). Annað jákvætt eins og Guðjón á hliðarlínunni með Valorie inn á vellinum er að gefa gott „búst“, vörnun og allt liðið að verjast betur síðustu 2 leiki gegn topp liðunum. Spurningin er með framlínuna og hvort Lo og nýji Wales-verjinn Sharla Passariello nái að sýna sínar bestu hliðar ástamt öllu Selfoss liðinu og Selfoss safni fleiri stigum í sarpinn. UPP UPP!

Ætla ekki að tippa á byrjunarlið eða úrslit heldur mæta, hvetja og hafa gaman af, kemur þú?

Áfram Selfoss / AT