Selfoss tekur á móti Aftureldingu í Pepsídeild kvenna, þriðjudag á JÁVERK vellinum kl. 19:15

Fyrir leikinn er Selfoss í 2.sæti deildarinnar eftir 5 umferðir með 12 stig en Afturelding situr á botni deildarinnar ásamt KR og Þrótti R. sem öll eru með 1 stig.

Síðustu leikir Aftureldingar hafa verið barátta og fyrsta stigið kom í 0-0 jafntefli við Þrótt Reykjavík fyrir viku. Afturelding er síður en svo auðveld bráð með Theodór Sveinsjónsson í stjórastöðunni. Breiðablik slapp td. fyrir horn í 1-5 sigri þeirra, já voru í strögli og staðan 1-1 þegar rúmar 80 mínútur voru búnar. Baráttuglatt lið úr Mosfellsbæ, það má alltaf bóka og ætla sér kárlega að rétta úr kútnum sem fyrst. Bara í lagi svo lengi sem það er eftir þriðjudaginn.  Mist Elíasdóttir er í markinu hjá þeim og á að baki yfir 100 leiki í mfl. Skaphörð og ekki hvers dómara hugljúfi og á U-landsleiki að baki. Það eiga í rauninni margar stelpur í Aftureldingu landsleiki með yngri landsleikjum Íslands að baki eins og td. Stefanía Valdimars, Katla Rún Arnórs, Tinna Björk Birgis og  Kristín Þóra Birgisdóttir þeirra yngst (f.98). Vert að fylgjastg með þeirri síðastnefndu en hún leikur yfirleitt nr 10.  Erlendir leikmenn eru, Sasha Andrews(vörn), Helen Lynskey (miðju) og Elise Kotsakis (sókn). Liðið á pappírunum sterkt en spurning hvenær eða hvort það smelli saman á vellinum í sumar.
Síðustu leikir UMFA í deild T-T-T-T-J

Selfoss í meðbyr og væntingarnar stigið aðeins eftir sigur á Stjörnunni úti og svo Val á útivelli eða er það? Selfoss stelpur ætluðu sér sannalrega að gera betur en í fyrra og spáð 3ja sætinu fyrir mót. Það hefur gengið eftir hingað til og 2 heimasigrar í ár er jöfnun á heimasigrum í fyrrasumar. Málið er að Selfoss stelpur geta skrifað nýja kafla í söguna og eru raun búnar að gera það í hverjum mánuði eftir að þær komu í Pepsídeild 2012. Þær hafa hinsvegar aldrei unnið 3 heimaleiki í deildinni hvert það sumar sem hingað til hefur tilheyrt Pepsí og geta því skrifað það blað í söguna á þriðjudag. Ekki vafi í mínum huga.
Síðustu leikir UMFS í deild eru T-S-S-S-S

stelpur starting

Líklegt byrjunarlið

Fyrri viðureignir þessara liða. Síðasti leikur í Pepsídeildinni milli þessara liða var 1-1 jafntefli á Selfossi 2014 þar sem Erna skoraði okkar mark. Annars gengið vel gegn Aftureldingu gegnum tíðina og unnið 4 af 8 í deild og bikar. 3 jafntefli og Afturelding aðeins unnið 1 leik sem var í bikarnum þannig að Selfoss hefur aldrei tapað fyrir þeim í deildinni. Markatalan 17-11 fyrir Selfoss.

Líklegt byrjunarlið… sama og síðustu leikjum deildarinnar og ekki kunnugt um nein meiðsli. Donna komið með ferskan blæ í sóknarleikinn okkar sem fremsti maður og einnig hefur vörnin verið solid en einstaka værukærð orsakað mörk en við bara skorað fleiri á móti. Heilt yfir öflug liðsheild.

Höldum hreinu á þriðjudag og setjum 3, spáin mín er Selfosssigur 3-0.

Áfram Selfoss / at.

Selfoss – Afturelding