Ég ætla ekki að fara í grafgötur með það að ég þoli ekki Ránfyglið. Allt við þennan klúbb vekur hjá mér ógleðistilfinningu og það að spila við þá er hræðilegt, en ég skal skrifa smá upphitun.

ranfyglid

Babú og Jón „Bóndi“

Selfoss dróst gegn Ránfyglinu eftir góðan útisigur gegn Reyni í síðustu umferð, ekki draumadrátturinn að fá Pepsideildarlið á útivelli en það eru ekki alltaf jólin í þessu.

 

 

 

 

 

 

Innbyrðisviðureignir:
Liðin hafa mæst 9 sinnum í KSÍ leikjum. Valur hefur unnið 8 þeirra og 1 hefur farið jafntefli. Markatalan er þeim í hag 29 – 9.
En málið er að innbyrðisviðureignir hafa ekkert að segja þær eru bara skemmtileg tölfræði ( þetta er reyndar ekki svo skemmtileg tölfræði!).

Í bikarnum getur allt gerst og neðri deildarlið hafa tekið flottar skorpur undanfarin ár og er bikarævintýri Víkings Ó. gott dæmi þar um.

Líklegt byrjunarlið: Maniche er væntanlega að fara að taka út bann í þessum leik, Þorsteinn og Fufura voru á bekknum gegn Grindavík og ættu að vonandi að vera komnir í stand og aðrir eru væntanlega heilir.
Líklegast er að Zoran breyti litlu frá Grindavíkurleiknum. Eigum við ekki að tippa á óbreytt lið að því undanskildu að Fufura kemur inn fyrir Maniche og Einar Ottó dettur niður á miðju til að göslast.

Spáin: Aldrei hef ég spáð Selfossi tapi og ég geri það ekki gegn Helvítis ránfyglinu. 1-3 sigur og sannkallað „cup upset“ fáum svo FH heima í næstu umferð.

FJölmennum á Hlíðarenda og styðjum við strákana.