Sigur í fyrsta leik!

Pepsi kvenna rúllaði af stað í gærkvöldi og viti menn okkar stúlkur tóku skottúr til Eyja að ná í þessi vanalegu 3 stig.

Gífurlega sterkur sigur hjá stelpunum og sendir skýr skilaboð um að það megi ekki vanmeta okkur í sumar. Fjölmiðlar hafa verið gjarnir á að spá liðinu slæmu gengi í sumar, 6. eða […]

Sigur í fyrsta leik

Fyrsti leikur í deild búinn og hann vannst.
Búið er að fjalla mikið um leikinn m.a. hér og hér og hér eru flottar myndir sem Raggi Óla tók á leiknum.
En til að súmmera þetta upp.
Leikurinn vannst 3 – 2. Selfoss var með mikla yfirburði í fyrri hálfleik og léku við […]

Gleðilegt nýtt ár og titill

bikarinn yfir brúnna

 

Ekki mikið verið að gerast hérna á stuðningsmannasíðunni en nýtt ár og nýjir tímar.

Karla og kvennaliðin kepptu um helgina á Íslandsmeistaramótinu í Futsal. Strákarnir fóru í undanúrslit en töpuðu gegn Leikni/KB í fjörugum leik 9-4 en stelpurnar gerðu sér lítið fyrir og unnu Álftanes […]

Loksins sigur!

Glæsilegur og öruggur sigur gegn toppliði Þróttar Reykjavík í gær.
Liðið var allt annað en undanfarið, menn voru djarfir og börðust eins og ljón og uppskáru eftir því. Látum fantagóða skýrslu Arnar Helga fyrir fótbolta.net segja allt sem segja þarf.
Hvað réði úrslitum?
Nýr þjálfari í brúnni hjá Selfyssingum er mögulega ástæða þess heimamenn komu einbeittir […]

Svekkjandi tap í erfiðum leik.

Strákarnir okkar fóru norður yfir heiðar í dag og kepptu þar við Þór. Leikurinn var í járnum allan tímann. Þór var ívið sterkari og áttu hættulegri færi en okkar menn voru skipulagðir og áttu Þórsarar erfitt með að finna glufur á varnarmúr okkar. Nokkuð gegn gangi leiksins skoruðum við fyrsta markið. Ragnar stangaði boltann í […]

Stelpurnar komnar í undanúrslit

Stelpurnar komust áfram af harðfylgi í undanúrslit í bikarnum á föstudaginn.

Leikið var í Eyjum við ÍBV og var staðan markalaus eftir 90 mínútur og því þurfti að framlengja. Eyjastúlkur fengu víti á 99 mínútu og skoruðu úr því. Var undirritaður staddur í fjölskylduboði og fylgdist með leiknum í gegnum textalýsingu mbl.is og skelltu þeir í […]

0 – 0 gegn Gróttu

Við skulum ekki eyða of mörgum dálksentimetrum í þennan leik. 0 – 0 jafntefli gegn Gróttu er alls ekki ásættanlegt.
Leikurinn var afspyrnu bragðdaufur og einkenndist leikur beggja liða af því að hvorugt vildi tapa. Selfoss hefur núna ekki skorað síðan 11. júlí 290 mínútur frá síðasta marki og 325 mínútur frá því við skoruðum úr […]

Ekki okkar dagur.

KR konur voru gestrisnir í byrjun og gáfu Selfoss víti á 1. mínútu þegar Donna Kay prjónaði sig í gegnum vörnina og var komin ein á móti markmanni en lekmaður KR klippti hana niður og víti. Hulda Lilja fékk bara gult og má teljast heppin samkvæmt reglubókinni að fá ekki beint rautt. Gumma þrumaði vítinu […]

Tap gegn Haukum

Strákarnir okkar töpuðu fremur ósanngjarnt gegn Haukum á fimmtudaginn. Leikurinn var ekki mikið fyrir augað. Stöðubarátta mestan leikinn og Haukar nýttu í raun eina alvöru færið sem þeir fengu. Strákarnir okkar fengu nokkur tækifæri á að jafna en allt kom fyrir ekki, stanslaus pressa síðustu 10 mínúturnar skiluðu ekki marki.

Rétt er að minnast á dómara […]

3. heimasigurinn hjá stelpunum

Rétt að láta stórgóða skýrslu Arnars Helga Magnússonar njóta sín hér (tekið af fotbolti.net).

Pepsi-deild kvenna 2015
Aðstæður: Rigning, rok og hlýtt.
Dómari: Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson
Áhorfendur: 131
Maður leiksins: Donna Kay Henry
Selfoss 2 – 0 Afturelding
1-0 Donna Kay Henry (’59)