KR konur voru gestrisnir í byrjun og gáfu Selfoss víti á 1. mínútu þegar Donna Kay prjónaði sig í gegnum vörnina og var komin ein á móti markmanni en lekmaður KR klippti hana niður og víti. Hulda Lilja fékk bara gult og má teljast heppin samkvæmt reglubókinni að fá ekki beint rautt. Gumma þrumaði vítinu í slánna og niður og ekkert varð úr þessu dauðafæri og þegar upp var staðið var þessi víti kostaðarsöm fyrir Selfoss.

KR spilaði agað eftir þetta og beið færis og leyfði heimstúlkum að stýra leiknum. Færin komu hjá báðum liðum, þó mun fleir hjá Selfoss en munurinn að KR nýtti sitt skot á markið en Selfoss stelpur voru mislægðir fætur allan leikinn, nánast. Áður en Hulda Ósk Jónsdóttir skoraði laglegt mark eftir skvaldur í vörn og miðju Selfoss (20.mín) voru Selfoss konur búnar að fá 4 hálf- og dauðafæri. Eftir mark KR var spítt í lófana af hálfu Selfoss, starfliðið órótt á hliðarlínunni og skipting strax á 35. mínútu þar sem Eva Lind fór út fyrir Karítas. Leikur Selfoss varð ákveðnari en ekki mikið beittari upp við markið og nokkur skot og statti hornspyrnur virtist allt vera dæmt til að mistakast þetta kvöldið. Blaðran sprakk loks á 77. mínútu þegar Magdalena setti boltan snyrtilega innanfótar í mark eftir flottan undirbúning hjá Donna Kay. Mark Selfoss virtist vera undantekningin á reglunni þetta kvöldið en allt sem fór á markið fór beint í hendur Agnesar Þóru eða framhjá rammanum. María Rós kom inn á fyrir Ernu Guðjóns á 70.mínútu en 3ja skipting var ekki notuð. Gunni nagar sig kannski í handarbökin að nota ekki Karítas frá byrjun en hún hefur verið lítilsháttar meidd en það sást ekki á leik hennar í kvöld og kom með þvílíka baráttu og yfirferð inn á miðjuna og algerlega til fyrirmyndar.

Selfoss mun meira með boltann en virkuðu seinar á fyrsta og annan bolta, framan af. Byrjunin eflaust komið til af of mikilli værukærð fyrir leikinn sem erfitt var að snúa ofanaf þegar tíminn tifaði og staðan orðin 0-1. Jákvæða við leikinn var að stelpurnar læra á þessu og flestar spilað betur en þetta.
Þess ber að geta að Selfoss hefur aldrei unnið KR í Íslandsmóti meistaraflokks og rétt að bæta það í seinni leiknum í vesturbænum.
KR má eiga það að þær voru ákveðnari í alla bolta frá byrjun og gáfu sig alla í leikinn, spiluðu skinsamlega og gerðu fá mistök. Skotnýting KR 100% en Selfoss undir 5%. Best í liði KR var Chelsea A. Leava.

Merkilegt að sjá að um helmingur áhorfenda velur að horfa á leikinn ekki í stúkunni heldur dreift í kringum völlinn sem skapar minni stemmingu í sólarlausri stúkunni og svo sem alveg skiljanlegt. Annars var vel yfir 400 manns á vellinum og ein besta mæting á leiki í Pepsí kvenna er á Selfossi.

Dómarinn, Einar Ingi Jóhannsson, var heilt yfir góður en átti að veifa rauðu á fyrstu mínútu sem telst stór ákvörðun. Einnig sleppti hann yfir 30 ólöglegum innköstum á bakverði beggja liða, smitterí en hvimleitt að sjá endurtekið allan leikinn.

Næsti leikur er í bikarnum föstudaginn næsta, úti í Vestmannaeyjum kl 17:30 og eflaust hörku leikur eins og alltaf milli þessara liða. Liðin mættust á Selfossi í sömu keppni (8-liða) í fyrra þar sem Selfoss hafði betur í vítaspyrnukeppni eftir 1-1 að lokinni framlengingu. Nú er bara að endurtaka leikinn.
Áfram Selfoss / at.