Selfyssingar leggja land undir fót og heimsækja austurlandið í 7. umferð 1.deildar karla kl 13:00 á sunnudaginn þann 21.júní. Mótherjinn er Fjarðarbyggð og völlurinn er Fjarðabyggðarhöllin á Reyðarfirði.

Fjarðabyggð situr í fjórða sæti 1.deildar með 12 stig á meðan Selfoss vermir 7. sætið með 8 stig. Selfyssingar eru nýbúnir að landa sigri á móti fram eftir erfiðan hluta tímabils, tvö töp og tvö jafntefli. Fjarðabyggð hefur tapað fyrir Akureyrarliðunum og unnið Gróttu, Hauka, Grindavík og Fram.

Liðin hafa leikið níu leiki innbyrðis og hefur Selfoss unnið fjóra, tveir hafa endað í jafntefli og Fjarðabyggð hefur unnið tvo. Fyrirrennari Fjarðabyggðar, KVA, atti kappi tvisvar við Selfoss þar sem bæði lið gengu frá borði með einn sigur. Það er gaman að geta þess að heimaleikur Selfyssinga gegn KVA árið 2000 fór 6-0 fyrir Selfoss og skoraði alræmdur Kjartan Þór Helgason þrennu. Kjartan er enn að 15 árum seinna og er enn að skora, nú fyrir Stokkseyri í 4.deild.

Þessi leikur mun eins og sá síðasti vera mikilvægur fyrir framhaldið þar sem sigur færir Selfyssinga nær toppbaráttunni en tap gæti þýtt fall niður í 9. sæti deildarinnar. Strákarnir eru án efa staðráðnir í að byggja ofan á sterkan sigur gegn Fram í síðustu umferð.

Við hvetjum stuðningsmenn til að sameina í bíla, fjölmenna á leikinn og styðja fast við bakið á okkar mönnum.
Áfram Selfoss!