Það er skammt stórra högga á milli þessa dagana.
Seinni umferð pepsideildar kvenna hefst í kvöld hjá stelpunum okkar og þá koma nágrannar okkar úr Árbænum í heimsókn.
Fylkisstúlkur komu öllum á óvart í fyrstu umferð og unnu Selfoss 2 – 0 í Lautinni. Þær eru sem stendur í 6. sæti í deildinni með 13 stig en eitt mark í mínus. Unnið fjóra leiki gert eitt jafntefli og tapað fjórum.

Liðin hafa mæst 8 sinnum í leikjum á vegum KSÍ. Selfoss hefur unnið fjóra í venjulegum leiktíma. Tveir hafa tapast og tveir endað með jafntefli (annar þeirra var bikarleikurinn í fyrra sem vannst í vítaspyrnukeppni). markatalan úr þessum leikjum er 17 – 14 Selfossi í vil. Guðmund hefur skorað fjögur af þessum mörkum og Donna þrjú. Leikir þessara liða hafa oft verið fjörugir og má búast við mörkum á JÁVERK-Vellinum.
Styrkleikar Fylkisliðsins eru í liðsheildinni og öflugur varnarleikur. Liðið fórnar sér hver fyrir aðra og eru mjög skipulagðar til baka. Þá er hefur Berglind BJörg Þorvaldsdóttir farið á kostum í framlínunni í sumar og er næst markahæst í deildinni með 8 mörk. Lykilmenn hjá þeim eru áðurnefnd Berlind, en Ruth Þórðar fyrirliði er gífurlega mikilvæg sem og Ólina Viðarsdóttir og Eva Ýr markvörður þeirra.
Þjálfari Fylkis er Jörundur Áki Sveinsson sem þjálfaði karlalið BÍ/Bolungarvíkur síðustu tímabil en á undan gat hann sér gott orð sem þjálfari kvennaliðs Breiðabliks.

 

Líklegt byrjunarlið hjá Selfossi.

Ekki er ólíklegt að liðið verði einhvern vegin svona.

Spurning er hvort Magdalena eða Eva Lind byrja en samkvæmt öllu þá eiga allar að vera heilar.

Líklegt byrjunarlið

Líklegt byrjunarlið

Leikskrá kvöldsins er aðgengileg á issuu.com
Selfoss – Fylkir

Fjölmennum á völlinn og styðjum við stelpurnar okkar.
ÁFRAM SELFOSS!!!!