Fótboltasumarið á Selfossi hefst laugardaginn 9.maí nk. þegar við tökum á móti liði BÍ/Bolungarvík í 1.deild karla.

 

Upprunalega átti leikurinn að spilast á Ísafirði en vegna óviðráðanlegra aðstæðna hvað veðráttu varðar var ákveðið að færa leikinn á Selfoss. Leikurinn verður þó ekki spilaður á grasvellinu þar sem hann verður ekki klár en spilað verður á gervigrasinu

 

Lið Selfyssingar er gjörbreytt frá því á síðustu leiktíð hvað varðar stjórn, þjálfarateymi og leikmenn. Eins og Selfyssingar eru kunnugir um tók Zoran Milkovic eða Kapteinninn eins og hann er gjarnan kallaður við liðinu og fékk Jón Steindór fyrrum fyrirliða Selfyssinga sér til aðstoðar.

 

En það eru ekki bara nýir menn í brúnni heldur höfum við fengið marga sterka leikmenn til liðs við okkur en aftur á móti misst marga.

 

Sindri Pálmason kom heim úr atvinnumennsku eftir að hafa spilað í Danörku með liðinu Esbjerg í tæp 2 ár. Það verður mikill fengur fyrir liðið að fá hann til baka, Sigurður Eyberg er öllum Selfyssingum kunnugur en hann skrifaði undir hjá liðinu í haust og mun hann styrkja vörn liðsins mikið.

 

Ásamt því að fá nokkra útlendinga til liðs við okkur þá sóttum við líka leikmenn af Suðurlandi. Arnar Logi er strákur fæddur árið 1997 og kemur frá Ægi. Þrátt fyrir ungan aldur er hann reynslumikill enda spilaði sinn fyrsta meistaraflokks leik 15 ára gamall.

 

Ingþór Björgvinsson er drengur fæddur árið 1993 og er búin að spila með Hamri í Hveragerði undanfarin ár. Hann er miðjumaður og sögur segja að hann hafi ekki tapað skallabolta á sínum fótboltaferli en hann varð fyrirliði Hamars einungis 18 ára gamall.

 

Kristján Atli bættist einnig við leikmannahópinn en hann er á láni frá HK. Kristján spilar á kantinum og gæti hann sprungið út í sumar.

 

Ásamt því að hafa fengið alla þessa frábæru leikmenn til okkar í vetur þá bættust við nokkrir útlendingar sem munu nokkrir hverjir spila stórt hlutverk í liðinu. Marko Pavlov er miðjumaður sem kom til okkar eftir áramót. Hann hefur spilað með liðum á Íslandi og erlendis. Reynslubolti. Sama má segjja Denis Sytnik og Jordan Edridge. Denis er nýjasti leikmaður liðsins en hann nýkominn frá Möltu þar sem hann hefur spilað undanfarið. Denis er öskufljótur og er þekktur fyrir það að vera einstaklega vinnusamur í leikjum. Jordan Edridge kemur frá Grindavík og spilar sem vinstri bakvörður. Fufura eða Elton Barros framherji liðsins var hér á síðasta tímbili og stóð sig vel í þeim leikjum sem hann tók þátt í. Hann var mikið fjarverandi vegna meiðsla. Eftir áramót tók Fufura vin sinn með frá Græhöfðaeyjum og hann æfði með liðinu. Í kjölfarið var síðan samið við hann og verður spennandi að fylgjast með honum. Sá heitir Maniche og spilar sem miðjumaður. Matt Wheatly er miðvörður sem kom til okkar fyrr á árinu og verður áhugavert að sjá hvernig hann og Andy Pew ná saman.

 

 

Þessir leikmenn hér að ofan eru því góð viðbót við þá flottu leikmenn sem við höfðum hér fyrir.

 

En að leiknum á móti BÍ/Bolungarvík. Það verða nokkrir leikmenn okkar fjarverandi í leiknum. Ingi Rafn hefur ekki náð sér af meiðslum sem hann lenti í í æfingaleik fyrr í vetur. Sindri Pálmason hefur ekki enn fengið leikheimlid til þess að spila leikinn en von er á henni fljótlega. Haukur Ingi varð fyrir smávæginlegri tognun í hné og verður því ekki með en verður klár í næstu leiki. Sindri Rúnarsson er enn að ná sér eftir krossbandsslit en það er ekki von á honum fyrr en seinni hluta sumars.

 

Líklegt byrjunarlið.

Screen Shot 2015-05-08 at 23.45.00