1.deildin heldur áfram að rúlla á föstudagskvöldið þegar Grindvíkingar koma í heimsókn á Selfoss. Leikurinn hefst klukkan 19:15 en við ætlumst að sjálfsögðu til þess að heimamenn mæti tímanlega á leikinn og fái sér grillaða borgara og drykk með.

Grindavíkurmenn eru í 8. sæti deildarinnar eftir 1 sigurleiki og 2 tapleik. Því má gera ráð fyrir að þeir mæti dýrvitlausir í þennan leik enda eru þeir á stað sem þeir vilja alls ekki vera á.

Okkar menn eru á lítið betri stað í 7.sæti og búnir að tapa 2 leikjum og vinna 1, alveg eins og Grindavík. Liðið hefur þó ekki spilað illa í þeim leikjum sem hafa tapast. Á móti HK-ingum vantaði að klára færin, enda nóg af þeim. Í Ólafsvík skoruðu heimamenn rangstöðu mark sem réði til um úrslit leiksins. Grátlegt.

Staðan á hópnum er ágæt en búast má við því að liðið verði nokkuð heilt fyrir leikinn en nokkra lykilmenn vantaði í leikinn gegn Víkingum. Halldór Arnarsson er einnig kominn úr leikbanni eftir rauða spjaldið gegn HK-ingum.

Nú er okkar Selfyssingar að fjölmenna á völlinn láta í okkur heyra. Eftir 2 tapleiki í röð er mikilvægt að komast á sigurbraut.

Líklegt byrjunarlið:

image