Dregið var í undanúrslitum Borgunarbikarins í hádeginu í dag.

Vonir okkar voru að fá heimaleik og það rætist!

Heimaleikur gegn Kr eða Val (kemur i ljós á laugardaginn) laugardaginn 25. júlí klukkan 14:00.

Leikirnir verða ekkert mikið stærri en þetta á JÁVERK-VELLINUM og því skulum við gera eins og Dagný spáði fyrir um og setja aðsóknarmet á leiknum. Við eigum aðsóknarmetið í úrslitaleiknum og nú setjum við líka met í undanúrslitunum.

 

Dagný Brynjars: Nýtt met á Selfossvelli