Já þið lásuð rétt.

INKASSO DEILDIN (1. deild) hefst eftir tæpa viku. Kickoff á JÁVERK-VELLINUM er á laugardaginn næsta (7.maí) klukkan 16:00.

En hver er staðan á liðinu, hópnum, vellinum og öllu heila klabbinu?

Jú liðið er mikið breytt frá síðasta tímabili.

Gunni Bogg er áfram þjálfari og Siggi Eyberg bakvörður en hvað svo?

Allir útlendingarnir frá því í fyrra eru farnir frá félaginu og allir lánsmennirnir líka. Magnús Ingi er farinn norður til Dalvíkur en stærsta skarðið í liðinu er tvímælalaust risastórt Ottólaga gat á miðjunni. Einar Ottó Antonsson er í dag spilandi þjálfir hjá Ægi í Þorlákshöfn og er það skarð fyrir skildi í Selfossliðinu.

Nýjir leikmenn hafa þó komið inn og ungir strákar stigið upp. Til að mynda ættu nú Haukur Ingi og Sindri að spila meira og aðrir ungir strákar hafa verið að stíga upp í vetur/vor.

Fjórir útlendingar voru fengnir til liðsins og eru þeir James „JC“ Mack III Pachu Martinez, Gio Pandano og Teo Garcia auk þeirra fengum við Arnór Gauta Ragnarsson frá Breiðabliki, Óttar Guðlaugsson frá Hetti og Daniel Hatfield frá Skallagrími. Stærsti pakkinn er þó eftir því Stefán Ragnar Guðlaugsson er kominn heim aftur.

En bólar þó ekkert á endurkomu hjá Jóni Guðbrands.

 

Liðið er við fyrstu sýn mun sterkara en í fyrra strákarnir hafa verið að spila sig saman og Gunnar býr að því að fá heilt undirbúningstímabil með þeim í ár. Útlendingarnir eru allir flottir strákar sem vilja virkilega leggja sitt að mörkum og til marks um áhuga þeirra á verkefninu eru þeir allir að læra íslensku, verið því óhrædd við að tala við þá á hinu ástkæra ylhýra.

Erfitt er að spá fyrir um hvernig startið verður í fyrsta leik en ég held að þetta sé ekki langt frá.

starting?

mögulegt byrjunarlið

Þetta er þó birt án nokkurar ábyrgðar.

Stelpurnar byrja svo á útivelli gegn ÍBV 11. maí, fyrsti heimaleikurinn þeirra er 18. maí gegn Stjörnunni.

Strákunum okkar er spáð 10. sæti í Inkasso deildinni, við höfum nú aldrei tekið mark á þessum spám og til marks um það var okkur spáð 5. sæti árið 2009 þegar við snýttum deildinni og 6. sætið árið á undan þegar við rétt misstum af úrvalsdeildarsæti. Styrkleikar liðsins liggja í þéttleika hópsins, hann er góður og mórallinn flottur. Þá eru fleiri heimalingar komnir í aðalliðið og það er alltaf vísir á betri stemmningu í stúkunni.

Veikleikarnir eru þó þeir sömu og í fyrra liðið gæti átt í vandræðum með að skora. Liðið skoraði aðeins 20 mörk í deildinni í fyrra og af þessum 20 eru aðeins 6 eftir í hópnum. Aðalmarkaskorarinn í fyrra Fufura er farinn í Hauka og munum við treysta á að Raggi finni markaskónna og að Arnór Gauti verði í markastuði.

 

Það er þó nóg annað að gerast. Heimaleikjaráð er búið að funda einu sinni og er eins og alltaf að leita að fleiri aðilum til að koma að leikjunum. Hafðu endilega samband ef þú telur þig geta gert gagn.

Þá verður leikmannakynning á fimmtudaginn í Tryggvaskála kl. 21:00. Farið yfir sumarið og væntanlega lögð fram markmið og pælingar. Valorie og Gunnar stýra kvöldinu og aldrei að vita nema Jón Steindór fari með gamanmál.

Í lokinn er stóra spurningin sjáum við þessa menn aftur á JÁVERK-Vellinum?

ranfyglid

 

Hér er svo Google calendar með öllum leikjum meistaraflokks kvenna og karla í sumar.

https://calendar.google.com/calendar/embed?src=sj42k1dvagaln3uffjj3o9tht8%40group.calendar.google.com&ctz=Atlantic/Reykjavik