Pepsídeild , mánudag kl.19:15 JÁVERK-völlurinn.

Nú eru nýliðar KR í heimsókn og eru með það að markmiði að festa sig í sessi í deild þeirra bestu. Björgvin Karl Gunnarsson þjálfar og Edda Garðars er honum til aðstoðar. Hópurinn er nokkuð sá sami og skilaði þeim upp úr 1.deidlinni sem sigurvegurum og skoruðu 58 mörk í 19 leikjum eða 3,1 mark í leik og töpuðu aðeins 1 leik í fyrra. En nú er stóra stökkið og þær svarthvítu hafa landað fyrsta sigrinum, gegn Aftureldingu (3-0) í síðustu umferð. Þær eru í 7.sæti fyrir leikinn við okkur og 5 stig og markatöluna 6-17.
Helst hefur vakið athygli að KR hafa ekki alltaf haft varamarkmann en Agnes Þóra leysti Hrafnhildi af eftir fótbrot þess síðarnefndu. Guðrún Anna Atladóttir markmaður er einnig frá (barnshafandi) og því hefur KR fengið undanþágu fyrir nýjum markmanni sem verður lögleg á mánudag. Tara E. Macdon­ald kemur frá Bandaríkjunum en hún spilaði með Hetti í 1. deild­inni í fyrra og ætti ekki að þurfa að venjast lofstlaginu hér.

KR hafa kosið líkt og Selfoss ofl. lið að fá styrkingu frá Bandaríkjunum og Chelsea Leva, Kelsey Lopey ætlað að miðla til hinna af þeirra reynslubrunni. Ungar stelpur eins og Sigríður María Sigurðar (f.97), Sara Lissy (f.96), uppalin í Fram og HK of fleiri stelpur sem er vert að fylgjast vel með. Það er seigla í þessu KR liði og þær eru að læra hratt og verjast oftast vel en eru ekki að skora mikið. KR er að byggja upp og haf efniviðinn en eru líka að keppa við karlaveldið í KR um athygli og aðstöðu, eins skrýtið og það er.

Innbyrðis viðureignir eru KR í hag en samtals hafa liðin mæst í 6 leikjum á vegum KSÍ og þar af hefur Selfoss aðeins unnið 1 leik, gert 2 jafntefli en KR unnið 3, síðast 2-1 í Lengjubikarnum í mars í vetur. Því er sagan ekki með okkur og KR margfalt ríkara félag af titlum en á tíma Olgu Ferseth, Katrínu Ómars, Rögnu Lóu, Eddu Garðars ofl. valinkunnra leikmanna unnu KR nánast allt sem hægt var.
Síðasta þegar KR var í Pepsídeild var það fyrsta ár Selfoss í deildinni. Fyrri leikurinn var á Selfossvelli og 3-3 jafntefli raunin þar sem Eva Lind skoraði sitt fyrsta mark í mfl. og jafnaði leikinn eftir að Selfoss leiddi 2-0 í hálfleik. Síðari leikurinn var svo 1-1 jafntefli þar sem Katrín Ýr Friðgeirs skoraði afar mikilvægt mark á 90. mínútu fyrir Selfoss.

Selfoss-KRSelfoss liðið. Eftir gott gengi undanfarið lutu okkar stúlkur í gras í síðasta leik gegn Blikum í Kópavogi, 1-0. Tapið var súrt og erfitt að kingja í ljósi þess hvernig mark Blika kom en heilt yfir spiluðu okkar stelpur ágætlega en munaði stóran að Karítas var ekki með og Dagný Brynjars spilaði sem djúpur miðjumaður. Ekki orð meira um þann leikinn en tökum sigur á móti KR, takk!

Selfoss er 3.sæti á markatölu eftir Stjörnunni en bæði lið með 15 stig og 4 stig upp á topp.
Byrjunarlið okkar verður líklega sama og síðast með Dagný, Ernu og Magdalenu inn á miðjunni en ef Karítas er klár þá kemur hún pottþétt inn í djúpan miðjumann og Erna út. Smá áhyggjuefni hver á að spila þessa stöðu ef Karítas er ekki og Kristrún Rut úr leik fram í miðjan júlí eða lengur. Karítas er þess utan á leið í háskólaboltann í Bandaríkjunum þannig að etv. á Gunni og Jói eftir að prófa aðrar en Dagný í djúpan miðjumann þegar fram líður. Það er vont að missa Dagný úr sóknarhlutverkinu.
Leikurinn verður að vinnast og stelpurnar örugglega rétt stemmdar eftir síðasta leik. Spáin mín er 2-0 sigur á erfiðu KR liði og Gumma setur bæði. Hef að vísu aldrei spáð rétt hingað til með markaskorara en sigur skal það vera, hitt er aukaatriði.

Áfram Selfoss / at.
Selfoss – KR