Reykjavíkur stórveldið Fram heimsótti JÁ-VERKVÖLLINN fimmtudaginn 11.júní sl. Selfyssingar, ásamt Fram þurftu nauðsynlega á stigum að halda enda bæði lið farin að sogast niður í neðri hluta deildarinnar. Aðstæður voru hrikalega góðar, hlýtt úti og sólin var að setjast. 400 manns á vellinum.

Selfyssingar pressuðu Framara þungt í byrjun og láu vel á þeim. Liðið skapaði sér helling af færum en það var ekki fyrr en á 35’ minútu sem ísinn brotnaði. Þá var það Luka Jagacic sem fékk boltann fyrir utan teig, kemur með frábæra sending inn fyrir á Ingþór Björgvinsson sem er þar með gott hlaup, tekur boltann, vippar yfir markmann Hauka og boltinn endar í netinu. Frábært mark. Ingþór var magnaður í leiknum og var mikill hausverkur fyrir varnarmenn Fram. 1-0 fyrir Selfoss í hálfleik.

Selfyssingar héldu upptæknum hætti þegar komið var út í seinni hálfleik. Frábær spilamennska hjá liðinu á köflum og það skilaði okkur öðru marki á 70’ mínútu þegar brotið var á Ingþóri innan teigs og Leiknir Ágústsson dómari dæmdi vítaspyrnu. Aldrei spurning. Luka Jagacic fór á punktinn og skoraði af gríðarlegu öruggi. Eftir að Selfyssingar komust í 2-0 þá vaknaði líf hjá Fram en vörn Selfyssinga hélt vel þangað til Leiknir dæmdi víti á Selfoss. Það voru afskaplega fáir á vellinum sem skildu hvað hann var að dæma á og Fram liðið var ekki einu sinni að biðja um víti. Eitthvað klafs inná teignum og erfitt að sjá. Maggi Lú fór á punktinn og skoraði. 2-1 og aðeins uppbótartími eftir. Mikið stress á Selfossvelli. Þetta hafðist þó að lokum og 2-1 sigur staðreynd. Langþráður, frábær, mikilvægur, þýðingarmikill og sanngjarn sigur. Eftir þennan leik er liðið komið í 6.sæti og stefnir uppá við.

Næsti leikur gegn Fjarðarbyggð 21.júní á útivelli.