Glæsilegur og öruggur sigur gegn toppliði Þróttar Reykjavík í gær.
Liðið var allt annað en undanfarið, menn voru djarfir og börðust eins og ljón og uppskáru eftir því. Látum fantagóða skýrslu Arnar Helga fyrir fótbolta.net segja allt sem segja þarf.
Hvað réði úrslitum?
Nýr þjálfari í brúnni hjá Selfyssingum er mögulega ástæða þess heimamenn komu einbeittir og gáfu sig alla í verkefnið í kvöld. Menn vildu sýna sig og sanna fyrir nýjum þjálfara. Þróttur var alls ekki síðra liðið í leiknum en barátta og vilji Selfyssinga var herslumunurinn.

Bestir
1. Denis Sytnik
Hefur verið mikið frá í sumar vegna meiðsla. Gunni setti hann uppá topp í kvöld og hann nýtti svo sannarlega tækifærið. Undir stjórn Zoran spilaði hann á kantinum og virtist ekki alveg finna sig þar. Hann varð til þess að Karl Brynjar fékk að fjúka útaf í fyrri hálfleik. Í marki númer 2 hjá Selfyssingum á Sytnik frábæra stoðsendingu. Frábærar fréttir fyrir Selfyssinga ef hann er kominn í gang.
2. Ivanirson Silva Oliveira
Skoraði án efa flottasta mark sem hefur verið skorað á Selfossvelli í sumar beint úr aukaspyrnu, sláin inn. Búinn að vera drjúgur fyrir Selfyssinga í sumar og hélt því áfram í kvöld. Barðist vel og sendingargeta hans mikið góð.

Hvað þýða úrslitin?
Með sigri hefðu Þróttarar geta náð 6 stiga forrystu á toppi deildarinnar. Þessi 3 stig koma sér þó afskaplega vel fyrir Selfyssingar sem eru í botnbaráttu. Með sigrinum ná þeir aðeins að ýta sér frá fallsæti.

Sporttv var á leiknum og sýndi í beinni en það hafði þó ekki áhrif á mætinguna frekar en regnið 410 manns mættu á völlinn sem er það mesta sem hefur komið í sumar á heimaleik.

Sporttv er búið að setja helstu atriðin úr leiknum á heimasíðuna sína.
Hér gefur að sjá spjöldin tvö sem Karl Brynjar fékk
Tvö gul á andartaki

Hér eru mörkin.
Mörkin úr leik Selfoss og Þróttar

og hér sjáum við einu mistök Sigurðar Óla í leiknum.
Tók upp rautt en valdi að gefa gult