Valur 1 – 3 Selfoss
0-1 Guðmunda Brynja Óladóttir (‘3)
0-2 Dagný Brynjarsdóttir (’50)
0-3 Donna Kay Henry (’65)
1-3 Vesna Elísa Smiljkovic (’71)

Tekið vel á í leik að Hlíðarenda þar sem Selfoss byrjaði með látum. Gestirnir enn að tínast í stúkuna þegar Gumma fékk boltann inn í teiginn frá Donna Kay og þrumaði honum í slá ná inn. Þetta gaf tóninn og heimakonur fengu vart færi í fyrri hálfleik meðan Eva, Gumma og Donna fóru allar illa með nokkur góð færi og staðan hæglega getað verið allt önnur og betri í tepásunni.
Selfoss byrjaði svipað í síðari og nýttu færin betur, 3-0 eftir 65 mínútur og úrslitin nánast klár. Dagný skoraði skallamark eftir aukaspyrnu Önnu Maríu af kantinum. Í 3ja markinu lagði Dagný upp með stungu á Donna Key sem kórónaði sinn leik með að taka markmann Vals á og kláraði snyrtilega. Staðan 0-3 og eins og okkar stelpur gæfu aðeins eftir og Valur meira með boltann eftir þetta. Það var virkileg barátta í Valsstelpum  allan leikinn en fóru ekki að skapa sér færi fyrr en eftir 3ja mark okkar. Vesna setti eitt eftir slæm mistök í vörninni og í raun fengu Valskonur 2 góð færi eftir þetta en en Chante varði vel frá Elínu Mettu og seinna skiptið í stöng. Selfoss fékk einnig sín færi en stöngin í Valsmarkinu bjargaði einu sinni frá Magdalenu og eins varði Þórdís María vel þrumuskot frá Dagný. Sanngjörn úrslit í leik þar sem Selfoss gerði það sem þrufti og hefði á góðum degi skorað fleiri en ánægjuleg 3 stig í hús.

Skiptingar Selfoss í leiknum;
67.mín.Eva fór út og Mahdalena inn.
73.mín. Gumma fór út og María Rós inn.
86.mín Erna út og Ester Ýr inn.

Donna Kay var miðdepillinn í öllu fram á við, hélt bolta vel, skilaði bolta vel frá sér og vann vel fyrir liðið.
Bestar ásamt Donnu voru Dagný og Chante en vörnin var góð framan af leik en gerði sig seka um augnabliks kæruleisi í aðdraganda marks Vals. Miðju spilið var misjafnt en gott til þess að vita að við vinnum góðan sigur með leikmenn sem áttu ekki sinn vanalega góða dag og geta miklu meira en þetta kvöldið. Karítas og Erna sáust lítið í síðari hálfleik og miðjubaráttan tapaðist á kafla í síðari, kannski vegna of mikils háloftabolta beggja liða.
Besta atvikið var í fyrri hálfleik, beint fyrir framan stúkuna þegar Donna Kay „klobbaði“ eina Valsstúlkuna við mikinn fögnuð stuðningsmanna Selfoss en ekki eins mikinn fögnuð Valsara.
Það tíðkast að velja einhvern sem á sérstaklega vondan dag en verð að nefna Elínu Mettu til sögunnar. Hún átti príðisleik knattspyrnulega séð og óheppin að skora ekki fyrir Val en einnig heppin að hanga inná bara með gult spjald. Eitthvað fór mótlætið illa í hana í leiknum og sýndi hún það óspart í leik og strax eftir leik. Hefði hæglega getað verið komin með gult áður en hún straujaði Selfoss stelpu í fyrri hálfleik þannig að gula spjaldið virtist rauð-gult í kvöldhúminu.

Staðan í deildinni góð eftir þennan sigur, 2.sætið, 12 stig en stutt í næstu lið fyrir ofan og neðan. Næst leikur heima gegn UMFA þann 16.júní
Áfram Selfoss / at