Selfoss – IBV einvígi á Jáverk velli,  þriðjudag klukkan 18:00

Þegar hafa þessi lið mæst tvisvar sinnum á þessu sumri, Selfoss vann opnunarleikinn í vor 0-1 með marki frá Lauren Hughes. Bikarviðureignin situr nokkuð ferskt í minninu þar sem ÍBV vann í Eyjum 5-0 í bikarnum og því harma að hefna fyrir okkar stúlkur.

ÍBV eru komnar í úrslit bikars og sitja í 5 sæti Pepsídeildarinnar með 12 stig meðan Selfoss er í 7.sæti með 9 stig.

Fyrir leikinn hafa þessi lið mæst 18 sinnum í öllum keppnum, síðustu 20 árin. Selfoss hefur unnið 7 leiki, ÍBV 10 og aðein 1 sinni orðið jafnt en það var í Borgunarbikarnum 2014 sem Selfoss vann í vító. Markatalan er hagstæð eyjastúlkum eða 50 mörk gegn 26 okkar stúlkna.

Síðustu 5 viðureignir Selfoss í deildinni eru 4 töp og 1 sigur (T-T-T-S-T)

Síðustu 5 viðureignir ÍBV í deildinni eru 2 töp og 3 sigrar (T-S-S-T-S)

Lið gestanna er vel skipulagt og baráttuglatt með Bryndís Láru í markinu og hún getur dottið í stuð í leikjum. Bryndís byrjaði sinn meistaraflokksferil í KFR/Ægir 2006 svo því sé komið til skila.   Sóley Guðmunds er fyrirliði og eins og margar í kvennaboltanum komin í +100 leikja klúbbinn aðeins 23ja ára. Ætla ekki að telja allar upp en með fullri virðingu fyrir íslensku stelpunum í liði ÍBV mæðir mikið á framlagi frá erlendu leikmönnunum líkt og hjá Selfoss og fleiri liðum. Cloe Lacasse fram á við og Natacha Anasi í vörninni eru búnar að vera öflugar í sumar og vert að gæta að þeim ásamt öllu liði ÍBV. Við vonum að 120 mínútur í bikarnum sl. laguardag sitji í eyjastúlkum þar sem þær sóttu sigur norður á Akureyri.  Liðinu stjórnar svo hin geðþekki Ian Jeffs.

Lið Selfoss er ef svo má segja í endurmótun. Eva Lind er ekki meira með í sumar (skóla í USA), Erna er alvag að fara í USA líka ásamt Karítas og Hrafnhildi en þær spila líklega flestar sinn síðasta leik í sumar á þriðjudag. Eitthvað er verið að blása upp að Valorie sé að fara að spila en höfum það á hreinu að það er þá á kostnað einhvers af hinum Bandarísku stelpunum þar sem hámark má vera með 3 bandaríska leikmenn á skírslu hverju sinni. Það má vel vera að Valorie sé betri kostur en Alyssa sem er ennþá að glíma við meiðsli.  Framherji frá Wales hefur verið á æfingum undanfarið og undirritaður ekki viss um hvort samið verði við hana eða hvort hún fái leikheimild í tíma. Gumma er tæplega með vegna meiðsla og aðrar meira en klárar í slaginn. Valorie hefur fengið við hlið sér í þjálfunina hinn geðþekka Guðjón Hálfdánarson sem jafnframt er áfram þjálfara Árborgar.

Völlurinn flottur, veðurspáin …flott og ekkert að því að mæta. Spái jafntefli 1-1 og Magdalena með okkar mark en vonast engu að síður eftir sigri.

Áfram Selfoss / AT