Rétt að láta stórgóða skýrslu Arnars Helga Magnússonar njóta sín hér (tekið af fotbolti.net).

Pepsi-deild kvenna 2015
Aðstæður: Rigning, rok og hlýtt.
Dómari: Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson
Áhorfendur: 131
Maður leiksins: Donna Kay Henry
Selfoss 2 – 0 Afturelding
1-0 Donna Kay Henry (’59)
2-0 Magdalena Anna Reimus (’77)

Hvað réð úrslitum?

Gæði Selfyssinga réðu úrslitum í þessum leik. Það er ekki hægt að taka neitt af Aftureldingu. Spiluðu leikinn að mörgu leyti mjög vel en Selfyssingar einfaldlega með of sterka einstaklinga innanborðs sem geta tekið það á sig að klára leiki. Ekki besti leikur Selfyssinga í sumar en gerðu það sem þær þurftu að gera.

Hvað þýða úrslitin?

Stór úrslit fyrir Selfyssinga. Halda áfram í toppbaráttunni og eru komnar í 15 stig, einu stigi minna en Breiðablik. Stórleikur verður því í næstu umferð þegar Breiðarblik og Selfoss mætast. Selfyssingar geta komist á toppinn með sigri í þeim leik.

Bestar.

  1. Donna Kay Henry

Verið hrikalega góð í sumar fyrir Selfyssinga og mikilvægur hlekkur í liðinu. Það var engin breyting á því í kvöld. Fór fyrir sóknarliði Selfyssinga og olli varnarmönnum Aftureldingar miklum höfuðverk. Hrikalega sterk á boltann og skilar honum alltaf vel frá sér. Skoraði einnig fyrsta mark Selfyssinga. 

  1. Karitas Tómasdóttir

Virkilega spræk í leiknum þangað til hún þurfti að fara meidd útaf. Spilar sem djúpur miðjumaður, staðan sem leikmenn fá ekki nógu mikið credit fyrir. Skilaði sínu mjög vel í dag og leyfði leikmönnum Aftureldingar ekki að komast framhjá sér.

Atvikið.

Í aðdraganda seinna marki Selfyssinga urðu klaufaleg mistök í vörn Aftureldingar þegar tveir varnarmenn þeirra ætla í sama boltann en endar með því að þær fella/tækla hvor aðra, Katrín nær til boltans og skýtur en Mist ver útí teig þar sem Magdalena skorar í autt markið. Klaufalegt.

Vondur dagur

Ósanngjarnt væri að taka einhvern úr baráttuglöðu Aftureldingar liði. Veðrið átti mjög vondann dag. Var með leiðindi allan leikinn og hafði mikil áhrif á líðan áhorfenda.

Dómarinn

Lítið sem ekkert hægt að setja útá frammistöðu dómaratríósins. Aðalbjörn Heiðar og hans menn höfðu góð tök á leiknum enda kannski ekki mjög flókinn leikur að dæma. Góð frammistaða.

 

Litlu við þetta að bæta nema hvað stelpurnar af bekknum komu flott inn, Magdalena, Katrín Rúnars og Ester (í sínum 5 Pepsídeildarleik) létu allar finna fyrir sér og voru flottar. Vonum að Erna og Karítas verði búnar að jafna sig á meiðslunum fyrir toppleikinn í næstu viku við Blika. Þrír heimasigrar komnir í hús og allir glaðir.  Sjáumst á Kópavogsvelli.

Áfram Selfoss /at