Það felst tækifæri í mótlætinu?

Pepsildeild kvenna hefur verið eitt samfleytt ævintýri fyrir Selfoss stelpur og stuðningsmenn síðan okkar stelpur komu upp í deild þeirra bestu 2012. Tölum svo ekki um bikarkeppnina og allt það ævintýri.  Þessi velgengni er ekki tilviljun heldur áunnin með góðu skipulagi og starfi stjórnar og þjálfararteymis sem og þrotlausum æfingum og vilja góðra knattspyrnukvenna til að gera ávalt betur frá degi til dags.

Í sumar fyrst hefur gefið á bátinn og árangurinn ekki okkar félagi í vil síðustu misseri og þá reynir á að missa ekki móðinn og í raun sama gamla tuggan .. æfa vel og gera betur í dag en í gær. Það er það sem stelpurnar hafa verið að gera þó svo að úrslitin séu ekki alveg að detta núna þá munu þau detta okkar megin.

Við stuðningsmennirnir höfum sofið aðeins á verðinum og nú þurfum við að gera betur en í síðustu viku… mæta fleiri og kátari og hvetja stelpurnar móti Fylki, þriðjudag hér á Jáverk vellinum kl. 19.15 þeirra erfiði á vellinum verður léttara með nokkrum léttleikandi hvatningar hrópum úr stúkunni (lesist Hrefna, Anna Dóra ofl.).

Í síðasta leik bættist á sjúkralistann en Heiðdís fór útaf í hálfleik móti Val eftir samstuð og óvíst hvort hún sé tilbúin gegn Fylki. Alyssa hefur verið frá (tognun) síðustu leiki og gæti mögulega verið með á þriðjudag. Bergrós og Brynja Valgeirs verið að spila í hafsent síðustu leiki og stóðu sig vel saman móti Margréti Láru og félögum í síðari hálfleik á Hlíðarenda. Gumma (hné) er í raun hálfur leikmaður síðustu vikur og ekki getað beitt sér á fullu þær mínútur sem hún hefur verið á vellinum og svo vantar Hrafnhildi líka (ökli) og ekki rétta að taka of mikla sénsa með meidda leikmenn. Með lítinn hóp er mikið að missa 3 til 4 leikmenn í meiðsli en lærdómurinn þeim mun meiri og mikilvægari. 2 flokkur Selfoss/Ægir/Hamar er sem stendur í 2 sæti í A-riðli íslandsmóts og þar eru stelpur sem vel geta fyllt í skörðin ef eftir er leitað svo ég tali nú ekki um allar þær sem eru að spila undanfarið verða bara öflugri af móttlætinu.

Hvað svo sem verður í leikmannamálum er ekki gott að segja en 4-5 úr hópnum eru á leið í Bandaríkin í nám í ágúst þannig að ekki er ólíklegt að leitað verður að styrkingu í félagaskiptaglugganum, þó svo að hafa ekkert fyrir mér í þeim efnum.

Fyrir leikinn  við Fylki er Selfoss í 6. sæti með 9 stig en Fylkir í 7. sæti með 7 stig og vilja bæði lið gera betur og skemmtileg rimma framundan.  Undirritaður sannfærður um góðan leik á morgun (þriðjudag) gegn Fylki þar sem ekkert er gefið eftir í viðureignum þessara félaga.

Fylkis liðið er vel skipað og samheldni þess verið þeirra aðalsmerki síðustu ár þar sem þær þykja spila fast og verið vel skipulagðar og agaðar baka til. Helsti markaskorari þeirra appelsínugulu er eyja konan Berglind Björg Þorvaldsdóttir sem hefur sett 4 mörk af þeim 7 sem Fylkir hefur skorað í deildinni í ár. Uppfært. Berglind Björk hefur skipt yfir í Brieðablik og því ekki með Fylki meira í sumar.

Síðustu innbirgðis viðureignir(10) eru 4 sigrar á hvort lið og 2 jafntefli, markatalan 18-17 Selfoss í vil þannig að jafnara getur það varla verið. Síðustu 3 viðureignir hafa allar endað með sigri Fylkis þannig að nú er komið að sigri Selfoss!

Sjáumst á vellinum / AT.