Haukar eru andstæðingar okkar að þessu sinni.

Félögin tvö hafa fylgst að í þónokkuð mörg ár. Frá 2007 hefur aðeins einu sinni komið fyrir að við höfum ekki spilað í sömu deild. Það var árið 2012 þegar Selfoss var í Pepsi en Haukar í 1. deild.

Liðin hafa mæst allt í allt 24 sinnum. Haukar hafa unnið 11 leiki Selfoss 9 og 4 hafa endað með jafntefli.

Liðunum var spáð svipuðu gengi í sumar. Selfossi 8.sæti og Haukum 9.  Haukar gengu í gegnum mikla endurnýjun á leikmannahópnum í vetur 15 leikmenn yfirgáfu liðið þar af 11 sem spiluðu meira en 11 leiki á síðasta tímabili. Lið þeirra í ár er að mestu byggt á heimamönnum sem fóru saman í gegnum yngri flokkana. Þeirra hættulegasti leikmaður og sá sem við þurfum að hafa mestar gætur á er Björgvin Stefánsson en hann hefur skorað 6 af 9 mörkum Hauka.

Selfossliðið

Selfoss tapaði síðasta leik austur á fjörðum 2 – 0 gegn Fjarðarbyggð. Liðið er í 8. sæti í deildinni með 8 stig, Fram er stigi á eftir og óþægilega nálægt í botnbaráttuna.

Erfitt er að giska á byrjunarliðið hjá Selfossi en það verður líklegast svipað og gegn Fjarðarbyggð.

Screen Shot 2015-06-24 at 22.22.11

Vignir í rammanum, Þorsteinn, Andy, Matt og Siggi í vörn. Luca á miðju og Maniche hlýtur að detta aftur inn enda verið okkar besti miðjumaður í sumar. Ingþór og Kristján til hliðar og Ottó fyrir aftan Ragnar frammi. Fufura er spurningarmerki, svo gæti Marko komið inn í stað Maniche, Arnar Logi gerir tilkall til byrjunarliðssætis og svo væri gaman að fá að sjá Sindra Pálma fá 90 mínútur.

 

Krafan er einföld við þurfum þrjú stig og til þess að það gerist þarf sóknarlínan að smella saman. Spá okkar 2-0 sigur og Ragnar og Kristján skora.

 

Hér má svo sjá leikskrá kvöldins.
Selfoss haukar