Selfyssingar taka á móti liði HK á JÁ-VERKVELLINUM í kvöld kl 19:15
Bæði lið unnu leiki sína í 1.umferð.
Eins og kunnugt er unnum við Selfyssingar góðann sigur á BÍ/Bolungarvík 2-0 á meðan HK-ingar fóru uppá Seltjarnarnes og unnu Gróttu 2-0.

HK-ingar enduðu í 3.sæti í 1.deild síðasta sumar og gerum við ráð fyrir að þeir ætli sér upp í ár. Þeir eru sterkir sóknarlega og má því búast við skemmtilegum leik. Guðmundur Atli er framherji sem við þurfum að varast en hann skoraði 10 mörk í fyrra og skoraði í fyrsta leiknum gegn Gróttu.

Það var allt annar bragur á liði Selfoss í leiknum á móti BÍ en síðasta sumar. Mikil barátta og flottar sóknir var lykillinn að góðum sigri. Zoran er ekki þekktur fyrir að breyta miklu eftir sigurleiki svo búast má við sama byrjunarliði.

Hér má sjá líklegt byrjunarlið
Screen Shot 2015-05-15 at 12.40.30