Selfoss – KR einvígi á JÁVERK velli,  miðvikudag klukkan 18:00 – 14. umferð Pepsídeild kvenna.

Fyrri leikur þessara liða er vert að rifja upp en tapaði Selfoss liðið niður öruggum sigri í grátlegt tap í Vesturbænum. Selfoss komst í 1-3 á 64.mínútu með marki Önnu Maríu en Lauren Hughes skoraði fyrri 2. mörkin.  Þegar 80. mínútur voru liðnar var staðan ennþá 1-3 en KR setti 3 mörk á síðustu mínútunum og unnu sinn fyrsta og eina sigur í Pepsídeildinni í sumar.

KR er fyrir leikinn í neðsta sæti með 6 stig og markatöluna 10-30.

Selfoss er fyrir leikinn í 8.sæti með 10 stig og markatöluna 16-30.

Síðustu 5 viðureignir KR í deildinni eru 5 töp  (T-T-T-T-T)

Síðustu 5 viðureignir Selfoss í deildinni eru 4 töp og eitt jafntefli (T-T-J-T-T)

 

Innbirgðis viðureignir eru 9 skráðar hjá KSÍ og þar af hefur KR unnið 4, Selfoss 2 og 3 jafntefli milli þessara liða. Stærsti sigur KR 14-0 árið 1986 en stærsti sigur Selfoss var á KR velli 1-7 2015. Markatalan hagstæð KR 20-30 eftir þessa 9 leiki.

 

Lið gestanna er hefur verið vel skipulagt en skortir svolítið á reynsluna og sérstaklega trú á verkefnið í síðustu leikjum. Þjálfarinn er hin geðþekka Edda Garðarsdóttir sem veit vel hvernig er og hvernig á að vinna leiki inn á vellinum en hefur ekki alveg náð að fylgja því eftir í stjórastöðunni á hliðarlínunni. Það er skarð fyrir skyldi á morgun fyrir KR að Sara Lissy fékk rautt spjald í síðasta leik og verður því væntanlega í banni gegn okkar stelpum. Helstu vandræði KR í sumar er að skora mörk en minnug KR-Selfoss þá hafa þær sýnt það að þær geta sett nokkur á skömmum tíma ef það býðst.

Lið Selfoss er líka í smá krísu að skora mörk. Selfoss þarf sigur og ætla sér sigur en það er von mín og trú að þjálfarinn hún Valorie velji sjálfa sig í liðið en augljós áhrif hennar inn á vellinum sáust móti Blikum og Stjörnunni fyrr í mánuðinum. Þetta yrði vissulega á kostnað Alyssa (má bara hafa 3 leikmenn utan EB á skýrslu) en mín skoðun að það sé betra að hafa Valorie á miðjunni heldur en Alyssa spilandi ekki í sinni bestu stöðu á vellinum eins og gegn ÍA. Annars spái ég óbreyttu byrjunarliði. Það hefur verið tekið vel á á æfingum og viss um að stelpurnar eru rétt og vel stemmdar í þennan leik en ljóst að með sigri færist Selfoss nær örugglega upp um sæti og fjær fallsæti.

Selfoss í pepsídeild

Fagnað eftir 6-1 sigur á Keflavík.

Það eru í dag 5 ár frá sögulegum 6-1 sigri á Keflavík í úrslitakeppni 1.deildar sem tryggði Selfoss Pepsídeildarsæti í fyrsta skipti. Því kjörið í ljósi sögunnar að styðja þær í því að Pepsídeildarsæti verði áfram Selfoss liðsins á næsta ári.  Í þessum gamla og góða sigri á Keflavík voru markaskorarar Guðmunda (2), Guðrún Arnars, Katrín Ýr, Anna María og Eva Lind.

 

 

 

 

Sjáumst og áfram Selfoss

Kv./ AT