Selfoss – Þór/KA einvígi á JÁVERK velli,  sunnudag klukkan 16:00 – 15. umferð Pepsídeild kvenna.

Fyrri leikur þessara liða fór 3-0 fyrir norðan konur þar sem Natalia Ines og Sandra Gutierez (2) sáu um mörkin í þeim leik.  Innbirgðis viðureignir eru 12 skráðar í Pesídeild og Lengjubikar. Þar fer Þór/KA með yfirhöndina, unnið 9, Selfoss 2 og 1 jafntefli staðreynd. Markatalan sömuleiðis hagstæð Þór/KA 38-15.  Selfoss vann í fyrra á Jáverkvellinum í miklum markaleik 4-2 þar sem Donna Key, Dagný Brynjars og Gumma(2) skoruðu fyrir Selfoss en Klara Lindberg og Lilý Rut Hlyns skoruðu fyrir gestina.

 

Þór/KA er fyrir leikinn í 4. sæti með 28 stig og markatöluna 29-18.

Selfoss er fyrir leikinn í 9.sæti með 11 stig og markatöluna 17-32.

Síðustu 5 viðureignir Þór/KA í deildinni eru 3 sigrar og 2 töp  (S-S-S-T-T)

Síðustu 5 viðureignir Selfoss í deildinni eru 3 töp og 2 jafntefli (J-T-T-T-J)

 

Lið gestanna er á góðu „rönni“ núna og unnu síðast heldur betur góðan 4-0 sigur á Val sem eru í sæti ofar norðanstelpur eða 3.sæti. Þar áður unnu þær FH 3-2 fyrir norðan einnig þannig að þær geta vel skorað mörkin með sína eldfljótu framherja og miðjumenn. Þjálfarinn Jóhann Óli og Siguróli honum við hlið eru þaulvanir og góðir í sinni heimavinnu þannig að hér er skipulagt og gott lið sem mætir yfirleitt alltaf vel stemmt til leiks. Hin mexíkóska Sandra Gutierrez(9) og hin íslenska Sandra María(8) eru öflugar í markaskorun og saman með 17 mörk af 29 sem norðanstúlkur hafa skorað í Pepsí í sumar. Markmaðurinn Aurora Cisneros er öflug og vel skipað í allar stöður á vellinum hjá þeim.

Stjórn Selfoss hefur sagt skilið við Valorie sem þjálfara og hún valið að hætta alfarið en henni boðið að spila áfram eða berjast um sæti í liðinu en afþakkaði. Gunnar Borgþórs og Jói Bjarna komnir að liðinu með Guðjóni Hálfdánar.

Engin meiðsli í síðustu leikjum og jákvæð teikn á lofti um hugarfarsbreytingu hjá stelpunum okkar. Síðasti leikur, 1-1 gegn FH var í hnotskurn það sem við er að etja í sumar, klaufa mörk sem leka inn og erfitt að skora en gegn FH sýndu Selfoss stelpur að þær geta alveg barist og komið til baka sem er mjög jákvætt. Vissulega nokkur atriði sem má laga, breiddin er ekki mikil en sjáanlegt að efniviður er í félaginu með ungum leikmönnum. Unnur Dóra, Barbára, Sunneva og Írena Björk allar að spila sína fyrstu mfl leiki í sumar. Varla hægt að setja á þær pressu um að fylla þau stóru skörð sem vantar frá fyrra sumri en vissulega ljósir punktar með þessum stelpum.  Gegn Þór/KA hefur Selfoss engu að tapa og spurning hvort áræðni og þor dugi til að ná stigi eða stigum gegn norðan stúlkum en allt er hægt og þolinmæði og trú á verkefnið er skilyrði. Gunni Borgþórs er (að mínu viti) lykillinn að því að breyta hugarfarinu og efla trúnna á verkefnið.  Spái sama byrjunarlið/uppstillingu og síðast í Krikanum og full trú á öflugum leik hjá okkar stelpum sem þurfa öflugan stuðning.

Sjáumst og áfram Selfoss.

Kv./ AT