Síðustu úrslit hjá stelpunum 5-1 sigur gegn Völsung í 16 liða úrslitum Borgunarbikars.
Undirritaður missti af Völsungs-leiknum en bendum á umfjöllun Sunnlenska sem klikkar aldrei.

Búið að draga í bikarnum og Selfoss fékk útileik í eyjum, hefði getað verið betra og hefði getað verið verra. Svipað og í fyrra þar sem við fengum ÍBV heima í 8-liða og unnum í vító.  Stjarnan – Þór/KA, Fylkir – Grindavík og Valur – KR eru hinar viðureignirnar.

 

Næsti leikur er Valur og Selfoss á þriðjudag kl. 19:15 á Vodafone vellinum.

Liðin hafa mæst 7 sinnum áður þar sem fyrsti leikurinn var í bikarnum 1988 og 6-0 tap staðreynd. Síðan Selfoss komst í Pepsídeildina hafa félögin mæst 6 sinnum og eini sigur okkar kom að Hlíðarenda sl. sumar 1-3. Tvisvar hafa leikar endað með 2-2 jafntefli og hin 3 skiptin hafa Valskonur haft sigur. Markatalan 29-10 fyrir Val.

Fyrir leikinn situr Valur í 4. sæti með 9 stig og markatöluna 11-5 en Selfoss er í 5. sæti með 9 stig en markatöluna 10-5, jafnara verður það ekki og bara 1 stig í efsta sætið.

Síðustu 5 leikir Selfoss T-S-S-S-S
Síðustu 5 leikur Vals S-S-S-T-S

Valur byrjaði vel í deildinni með 3 sigrum þar til kom að 4-0 tapi fyrir Stjörnunni í síðusta deildarleik. Í bikarnum náðu þær í sigur gegn Þrótti R 1-2, eftir framlengdan leik. Elín Metta hefur verið drjúg við skorun í deildinni og er markahæst með 5 mörk. Katia Maanane(2) og Vesna Elísa(4) verið góð viðbót við liðið og þær ásamt Elínu séð um öll mörki Vals hingað til. Mist Edvardsdóttur er alger lykilmaður í vörn Vals og komið sterk inn eftir erfið veikindi síðasta ár.

valur-self.

Líklegt byrjunarlið.

Selfoss fékk frekar auðveldan leik í bikar gegn Völsung sl. föstudag og hafa unnið frekar öruggt sl. 2 leiki. Nú er verkefnið nýr leikur og ný 3 stig í boði. Leikkerfið það sama og oftast með Donnu frammi, Magdalena og Gummu á köntunum. Miðjan Erna-Dagný-Karítas, bakverðir Anna María og Hrafnhildur. Miðverðir Summer og Heiðdís en í markinu verður Chante. Sem sagt spái ég óbreyttu liði frá síðasta leik utan að Karítas kemur inn og Katrínu Rúnars sem fer á bekkinn.  Svo er að sjá hvort framlenging í bikarnum á föstudag hafi stór áhrif á Valskonur gegn okkar stelpum á þriðjudagskvöld. Sigurliðið fer í 1-3.sætið (eftir öðrum úrslitum) og á þessari stundu mjög mikilvægur 6 stiga leikur framundan, hef reyndar grun á að þeir verða margir „6 stiga“ leikirnir í sumar. Spáin er 0-2 sigur Selfoss og Donna og Gumma skora.

Áfram Selfoss / at