Pepsi kvenna rúllaði af stað í gærkvöldi og viti menn okkar stúlkur tóku skottúr til Eyja að ná í þessi vanalegu 3 stig.

Gífurlega sterkur sigur hjá stelpunum og sendir skýr skilaboð um að það megi ekki vanmeta okkur í sumar. Fjölmiðlar hafa verið gjarnir á að spá liðinu slæmu gengi í sumar, 6. eða 7. sæti ekki óvanalegt en okkar markmið er alltaf að bæta árangur síðasta árs.
Liðið er svo sannarlega nógu gott til að bæta árangur síðasta árs í jafnri og spennandi deild.
En að leiknum. Hann var jafn og spennandi og lítið á milli liðanna.
Selfoss spilaði með vindinn í bakið í fyrri hálfleik og skoraði eina mark leiksins á 22. mínútu. Markið var rándýrt samkvæmt heimildarmönnum í Eyjum. Lo fékk háan bolta inn í teig tók hann niður eins og Birgit Prinz og snéri sér svo á punktinum og lagði hann snyrtilega í vinkilinn.
Þetta mark dugði til sigurs, massíf framistaða, Chante hélt hreinu, Gumma komin aftur og liðið að looka vel.

Hægt er að lesa nánar um leikinn á sunnlenska.is ásamt viðtali við Valorie.

Næsti leikur er heimaleikur 18. maí klukkan 19:15 þá kemur engin önnur en Donna Kay í heimsókn með Stjörnunni. Eitt af fjölmörgum markmiðum liðsins var að vinna þær á Samsung velli og kveða þannig þá grýlu í kútinn. Það tókst með glæsibrag. Annað markmið hlýtur að vera að landa sigri á JÁVERK-VELLINUM gegn þeim og það MUN takast á miðvikdaginn eftir viku.