Sindri Pálmason er orðinn leikmaður Selfyssinga á ný eftir tæp 2 ár í atvinnumennsku í Danmörku.

Sindri er uppalinn Selfyssingur sem skrifaði undir hjá danska úrvalsdeildarliðinu Esbjerg árið 2013. Þar lék hann með varaliði félagsins en rifti samningnum í vor og skrifaði undir á Selfossi.

Sindri er miðjumaður og félagið bindur miklar vonir við hann í sumar. Hann er ekki kominn með leikheimild og verður því ekki með liðinu þegar það mætir BÍ/Bolgunarvík 9.maí nk á Selfossvelli.