Stelpurnar okkar fara norður á Akureyri á morgun og etja þar kappi við Þór/KA í 9. umferð Pepsideildarinnar.

Stjarnan vann sinn leik í kvöld og því gífurlega mikilvægt að ná í 3 stig til að halda áfram pressunni á toppi deildarinnar.

Selfoss og KA/Þór hafa mæst 8 sinnum á undanförnum árum og er tölfræðin ekki okkur í vil. Selfoss hefur aðeins unnið 1 leik og markatalan er 10 – 30 Þór/KA í vil. Þetta skiptir þó engu máli þegar á völlinn er komið og hafa stelpurnar okkar verið duglegar að endurskrifa söguna undanfarið á vellinum og þær koma eflaust dýrvitlausar til leiks.

 

Líklegt byrjunarlið, við vitum ekki til þess að nein meiðsli séu að hrjá okkar dömur og því spáum við liðinum óbreyttu frá leiknum úti í Eyjum.

Screen Shot 2015-07-07 at 22.15.58

Þessi leikur verður stríð og við verum að vinna það. Spá selfossfc er 1 – 3 sigur þar sem Donna setur 2 og Gumma kórónar leikinn.