Fimmtudagskvöldið 28.maí fara stelpurnar okkar til Garðarbæjar og mæta þar Íslandsmeisturum Stjörnunnar á Samsung-vellinum. Leikurinn hefst kl. 19:15 og er í 3.umferð Pepsi deildarinnar.

Stjarnan situr í 3.sæti með fullt hús stiga en með lakari markatölu en liðin fyrir ofan. Stjarnan sigraði KR-inga í 1. umferð deildarinnar 1-0. Í síðustu umferð unnu þær síðan sannfærandi sigur á Fylki, 4-0.

Við Selfyssingar vermum 5.sæti deildarinnar einnig eftir 2 leiki. Í 1.umferðinni töpuðum við fyrir Fylki 2-0 en unnum síðan sterkann heimasigur gegn ÍBV í síðustu umferð, 3-2 þar sem við tryggðum okkur dramatískan sigur á lokamínútunum.

Það er gríðarlega mikilvægt fyrir okkar stelpur að fá eitthvað útúr leiknum á fimmtudaginn til þess að dragast ekki úr toppbaráttunni í byrjun móts.

Við Selfyssingar þurfum því að fjölmenna í Garðabæinn á fimmtudagskvöld og styðja okkar stelpur til sigurs!

Áfram Selfoss!

Hér má sjá líklegt byrjunarlið

image