4 – 0 tap í kvöld og bikardraumurinn úti í ár.

Förum ekkert að flækja hlutina. Lítið gekk gegn sterkara liði í kvöld. Hér er hægt að lesa nánar um leikinn.

Zoran stillti upp sterkasta liði sem völ var á í kvöld. Sindri Pálma byrjaði sinn fyrsta leik í sumar og Ingi Rafn kom aftur í hópinn eftir erfið meiðsli líkt og Svavar Berg, Þorsteinn var tæpur og því á bekk og Fufura meiddur.

Spurning hvað við tökum jákvætt úr þessum leik? 2 – 0 hefði hugsanlega verið sanngjarnari lokastaða en ránfyglið skoraði tvö í uppbótartíma.

 

Næsti leikur er á laugardaginn fyrir norðan gegn KA og  hefst hann klukkan 16:00.

Stelpurnar spila svo á heimavelli á laugardaginn gegn Hetti í bikarnum. Sá leikur er klukkan 13:30.