Nú er um að gera að mæta á JÁVERK völlinn og sjá Selfoss taka á móti nýliðum Þróttar Reykjavík, þriðjudag kl. 19:15 Fyrir leikinn er Selfoss stelpur í galopnu færi að komast í eitt af efstu sætum Pepsídeildarinnar, sitja fyrir leikinn í 4-5. sæti í hnífjöfnum efri hluta.

Þróttara stelpur vonast eftir fyrsta stiginu eða stigunum sínum í deildinni. Gestunum hefur reyndar ekki tekist að skora í fyrstu 3 leikjunum og vilja eflaust bæta úr því sem fyrst. Guðrún Jóna Kristjáns, þjálfari Þróttar, er reyndar eina konan sem er aðalþjálfari í deildinni og veit vel hvað snýr upp og niður í knattspyrnu fræðunum. Hennar stelpur eru búnar að vera lengi saman og hafa með sér 3 erlenda leikmenn. Vanþekking mín á þeim er þónokkur en þær ber að virða og ekki vanmeta og sér í lagi ekki Madison Salow sem er með þræl gott Kanadískt „markanef“ sem á eftir að finna lyktina af íslensku Pepsí-mörkunum, vonum samt að það verði… eftir þriðjudagskvöld. Kristrún Rós Rúnars er hokin reynslu og er þeirra fyrirliði. Helsta vopn Þróttar er samt samheldnin og „Köttara“ hjartað sem vantar bara smá trú á verkefnið. Þær töpuðu illa í fyrsta leik úti, 5-0 fyrir Blikum. Í Laugardalnum töpuðu þær 0-3 fyrir Þór/KA og í síðustu umferð lutu þær í gras í eyjum 1-0 eftir hörku leik. Sýnd veiði en ekki gefin og Selfoss stelpur verða að vera rétt stemmdar á morgun (þriðjudag) ef ekki á illa að fara. Þróttur hefur allt að vinna.

image

Líklegt byrjunarlið

Selfoss voru út á túni í fyrsta leik og töpuðu „öruggt“ 2-0 fyrir Fylki en síðan komu 2 sigrar 3-2 heima gegn ÍBV og svo 1-2 sigur á Stjörnunni úti (sjá mörkin úr þeim leik). Hugarfarið breyttist frá fyrsta leik og það klárlega haft að segja tilkoma Dagný Brynjars sem léttir af hinum ábyrgðina og smitar frumkvæði og óttaleysi kringum sig. Þó svo að þessir 2 síðustu leikir hafi unnist þá er hellingur sem má laga hjá Gunna, Jóa og stelpunum. Þeim langar eflaust að fara að halda hreinu og mest af öllum Chante í markinu. Vörnin er aðeins verið misjöfn og Gunni enn að prófa mismunandi leikmenn en hef trú á sama byrjunarliði og síðast. Leik kerfið er það sama (4-5-1 / 4-1-4-1) og undangengin misseri. Í Stjörnuleiknum voru Anna María og Hrafnhildur í bakvörðum en Summer og Heiðdís í miðvarðar stöðum. Kantar voru Eva Lind og Gumma, miðjan Karen Tomm(djúp miðja), Erna og Dagný Brynjars með Donna Kay upp á topp. Á bekknum eru engir aukvisar og vel hægt að gera breytingar í flestum stöðum. Samkeppnin er hörð að komast í liðið og reyndar í hópinn líka. Ljóst að hópurinn okkar hefur aldrei verið öflugri.
Í síðasta leik var spiluð frekar há pressa á meistara Stjörnunnar sem skilaði sigri og núll færum Stjörnu kvenna. Veðja á pressu frá byrjun móti Þrótti og spáin(óskin) 2-0.

Sturluð staðreynd varðandi Selfoss er að heimavöllur Selfoss hefur, fyrstu 3 árin í Pepsí, skilað 5 sigrum, 8 jafteflum og 14 töpum eða 28% mögulegra stiga. Útileikir hafa skilað 54% mögulegra stiga (14-2-11).
Það þýðir sem sé ekkert vanmat á þriðjudag, bætum heimaleikja árangurinn og fáum fleiri á völlinn.

Áfram Selfoss!    / at