Breiðablik – Selfoss á Kópavogsvelli kl. 19.15 þriðjudag.
Liðin eru tveim efstu sætum Pepsídeildar og munar aðeins einu stig, Breiðablik með 16 og Selfoss 15 stig. Liðin hafa bæði unnið síðustu 5 leiki en Breiðablik nokkuð meira sannfærnadi og markatalan 22-2 meðan Selfoss hefur skorað 15 en fengið á sig 6 mörk., örlítið lakara.
Sagan segir okkur að liðin hafa mæst innbirðis 14 sinnum í opinberum mfl.leik á vegum KSÍ, 12 sinnum hefur Breiðablikskonur haft betur, Selfoss 1 sinni unnið og jaftn einu sinni. Markatalan 74-12 Blikum í vil. Fyrstu leikir þessara félaga eru frá 2. deildinni gömlu 1988 þar sem Breiðablik hafði mikla yfirburði. og vann leikina tvo það sumarið samtals 26-0.

Nú eru aðrir timar. Eini sigurleikur Selfoss geg Blikum(hingað til) kom á Kópavogsvelli í fyrrasumar þar sem liðin skiptust á að skora og Dagný Brynjars og Erna Guðjóns sáum um að Selfoss var yfir fram á 84.mínútu þegar Guðrún Arnars fyrrum Selfossleikmaður jafnaði fyrir Blika. Á 89. mínútu tryggði Gumma fyrsta sigur Selfoss á Kópavogskonum og það sem er einnig merkilegt við þennan sigur var að öll mörk Selfoss voru skallamörk og líklega eina skallamark Ernu í mfl. hingað til.

Í liði Breiðabliks er Fanndís Friðriks stórhættuleg, virðist bara auka við hraðann ár frá ári og verið sérstaklega öflug í síðustu leikjum Blika. Markahæstar hjá þeim eru Telma Þrastar með 6 mörk og Fanndís með 7 auk fjölda stoðsendinga. Ekki ber að vanmeta vörnina hjá þeim grænklæddu en Sonný Lára varði td. víti gegn Val í síðasta leik . Vörnin er heilt yfir traust og þar ber að nefna Guðrúnu Arnardóttur sem er okkur að góðu kunn enda á hún nokkar leiki með mfl. Selfoss. Styrkleiki Breiðabliks er klárlega hraðinn framarlega á vellinum en veikleikinn er einna helst sá að of margir leikmenn í liðinu eru að upplagi sóknarmenn og vilja gleyma sér í að sækja. Rakel Hönnu hefur verið að spila miðju sem dæmi en gengið betur og betur að aðlagast því hlutverki og Þorsteinn þjáflari etv. búinn að finna rétta jafnvægið í liðið …en vonum samt ekki.

Selfoss eru hægt og bítandi að komast í gang og gengið þokkalega að venjast pressunni við að vera spáð sigri, að vera spáð velgegni og að stjórna leikjum ef þarf. Fróðlegt að vita hvernig Gunni og Jói stilla upp taktíkinni á þriðjudaginn. Verður hærri og meiri pressa líkt og gegn Stjörnunni eða á að sitja djúpt og nota hraðar sóknir með Donnu, Gummu og Evu stórhættulegar í slíkum sóknum. Pressan er öll á Breiðablik og þeirra heimavöllur, þeirra að sækja sigurinn og þeirra að tapa toppsætinu ef eitthvað bregst. Því hallast ég á að taktíkin verði frekar að bíða og leyfa Blikum að hafa boltann meira og sækja hratt á þær til að byrja með og sjá hvernig leikur þróast.

stelpur startingSelfoss liðið verður liklega óbreytt en meiðsli Karítasar og Ernu frá síðasta leik ekki alvarleg. Annars hafa bæði Magdalena og Ester sýnt að þær geta vel komið inn á miðjuna. Einnig er alltaf möguleiki á léttleikandi Donna Kay færist aftar og inn á miðjuna og breyta um sóknarlínu. Anna María getur komið a kantinn fyrir Gummu, sem færi fram í senter og María Rós Arngríms komið inn í bakvörðinn. María þekkir vel til í Kópavogi og vill eflaust ólm spila gegn sínum fyrri félögum. Hef samt trú á óbreyttu liði og Karítas og Erna hristi af sér smávægileg meiðsli.
Það sást aðeins á okkar stelpum í síðasta leik að þær áttu að vinna. Pressan að Selfoss var „betra“ liðið og að hafa aldrei unnið fleiri en 2 leiki á heimavelli virtist sitja í þankanum en sú hindrun er yfirstigin núna. Það er líka komið í sarpinn Selfoss-sigur á Kópavogsvelli og því er pressan öll á þær grænklæddu sem verða að vinna. Galdurinn fyrir okkar stelpur er að halda hreinu sem lengst og pressan og stressið mun vaxa á Breiðablik.
Gunni og Jói hafa notað 18 manns í fyrstu 6 leikjunum og notast við sama byrjunarlið síðustu leiki. Hópurinn er klárlega öflugri en áður og tilfærslur í stöðum einnig mögulegar þar sem gott er að hafa leikmenn eins og Donna Kay, Önnu Maríu, Ernu, Gummu, Dagný Brynjars ofl. sem geta leyst 2 eða fleiri stöður á vellinum. Meiðsli geta þó fljótt breytt hlutunum og vonumst við að sleppa sem best út úr því.

Ljóst er að eftir leikinn verður annað þessara liða á toppi deildarinnar en tap þýðir engan heimsendi fyrir hvorugt liðið. Toppbaráttan er jöfn og spennandi í ár en í humátt á eftir okkur fylgja ÍBV, Stjarnan og Þór/KA. Breiðablik er eina taplausa liðið í deildinni…hingað til, hver veit hvað gerist á þriðjudag?

Spáin er 0-1 og Dagný Brynjars skorar fyrir okkar stelpur.
Afram Selfoss / at.

Ps. Leikurinn er sýndur í Sporttv.is ef þú kemst ekki en ekki nota það sem afsökun á að mæta ekki í Kópavoginn og styðja stelpurnar.