Selfoss – Huginn á JÁVERK velli, laugardag klukkan 13:00 – 22.umferð Inkasso deildar karla.

Strákarnir að leika sinn lokaleik í sumar og tilvalið að kveðja þá með stæl og góðum stuðningi.   Selfoss hefur ekki að miklu að keppa en getur hoppað upp um 1-2 sæti með sigri en 9.sæti er neðsta mögulega niðurstaðan. Huginn má ekki við stóru tapi til að halda sér í deildinni og ljóst að þeir munu gefa allt í leikinn, stig gulltryggir þeim 10.sætið.  Merkilegt við stöðuna í deildinni fyrir lokaumferð að Selfoss og Keflavík eru bæði með 10 jafntefli í sumar, Keflavík í 3ja sæti og Selfoss í 8. sem segir sitt um að það getur verið stutt á milli í jafnri deild.

Innbyrðis viðureignir þessara liða eru 5 talsins.  3 jafntefli og sitt hvor sigurinn á liðin og markatalan 9-10 Huginn í vil. Jafnara getur þetta varla orðið.

 

Huginn er fyrir leikinn í 10. sæti með 21 stig og markatöluna 19-30.

Selfoss er fyrir leikinn í 8.sæti með 25 stig og markatöluna 24-24.

Síðustu 5 viðureignir hjá Huginn í deildinni eru 1 sigur, 2 jafntefli og 2 tapaðir  (T-J-J-S-T)

Síðustu 5 viðureignir Selfoss í deildinni eru 4 jafntefli og 1 tapaður leikur (J-J-T-J-J)

 

Undirritaður hefur ekki fylgst nógu mikið með strákunum til að spá í uppstillingu eða leikform. Helst að þeim vanti að skora fleiri mörk í síðustu leikjum Selfoss en hugsa að strákarnir lagi það á laugardaginn.

 

Selfoss – Valur á JÁVERK velli,  laugardagdag klukkan 16:00 – 17. umferð Pepsídeild kvenna.

Stelpurnar að leika sinn síðasta heimaleik og næst síðasta leik í deildinni í sumar.

Selfoss tapaði fyrri leik þessara liða í sumar, 5-0 en liðin mættust einnig í bikarnum á Jáverk vellinum þar sem Selfoss hafði betur á ótrúlegum lokakafla þar sem Selfoss setti 3 mörk á síðustu 10 mínútunum og vann 3-2.  Annars eru innbyrðis viðureignir skráðar á KSÍ þannig að Selfoss hefur unnið 5, Valur 7 og 2 leikir farið jafntefli. Markatalan 22-40 Val í vil.

 

Valur er fyrir leikinn í 3. sæti með 33 stig og markatöluna 34-16.

Selfoss er fyrir leikinn í 8.sæti með 12 stig og markatöluna 17-32.

Síðustu 5 viðureignir Vals í deildinni eru 3 sigrar og 2 tapaðir leikir  (S-T-S-S-T)

Síðustu 5 viðureignir Selfoss í deildinni eru 2 jafntefli og 3 tapaðir leikir (J-J-T-T-T)

 

Lið Vals kvenna hefur ekkert til sparað fyrir tímabilið og systurnar Elísa og Margrét Lára styrkja liðið gríðarlega en jafnframt var keypt til liðsins þær Sandra Sigurðar í markið, Arna Sif úr atvinnumennskunni og Dóra María tók fram skóna aftur. Ljóst að það átti að höggva nærri tiltlinum í ár og þegar 2 umferðir eru eftir má segja að tiltilvonir Hlíðarendakvenna séu búnar þó svo að tölfræðilega sé allt hægt ennþá. Margrét Lára er enn klók og búin að skora 13 mörk í deildinni, Versna verið drjúg og Dóra María kominn aftur í landsliðs gæði en reyndar fóru þau gæði aldrei neitt.

Lið Selfoss,  engin frekari meiðsli en Magdalena er í banni þannig að það þarf að breyta aðeins á miðjunni. Verð að hrósa Selfoss liðinu okkar frá í síðasta leik þar sem þær stóðu vaktina frábærlega gegn skörpu sóknarliði Þórs/KA. Sama hvaða nöfnum þær hétu í norðan liðinu að þá var allt stoppað og engin beigur á okkar stelpum sem skilaði stigi. Sóknarlega voru líka góðir taktar en inn vildi boltinn ekki þann daginn, hver veit nema það verði lagað gegn Val á laugardag.

Mikið er undir í þessum leik og síðasta leik um aðra helgi. Stelpurnar geta tryggt Selfoss áfram í Pepsí 2017, á því er engin vantrú innan hópsins og utan en mikilvægt að mæta og styðja okkar stelpur áfram að því marki. Í síðustu umferð eiga svo stelpurnar Fylki úti (30.sept. kl 16:00) og rétt að taka þann dag frá einnig.

Leikurinn gegn Val hefst klukkan 16 á laugardaginn.

Sjáumst á vellinum og áfram Selfoss.

Kv./ AT