Andstæðingar kvöldsins koma beint úr Laugardalnum. Þó Þróttur sé að upplagi knattspyrnufélag hafa stærstu sigrar þeirra verið á blakvellinum. Félagið hefur fært sig tvisvar um set í Reykjavík en frá 1998 hefur það formlega haft aðsetur í Laugardalnum.

Samkvæmt tölfræðisíðu KSÍ hafa Selfoss og Þróttur mæst 15 sinnum í opinberum kappleikjum. Selfoss hefur unnið 5, Þróttur 9 og 1 hefur endað með jafntefli. Markatalan er Þrótt í vil 32 – 17. Bæði hafa verið á flakki á milli deilda undanfarin ár. Þróttur hefur farið upp og niður úr efstu deild. Síðast var Þróttur í efstu deild sumarið 2009. Þá féll liðið ásámt Fjölni um haustið. Síðan þá hefur liðið verið í 1. deild.
Liðið hefur verið geysisterkt í sumar og situr á toppnum með 27 stig eftir 10 leiki og 17 mörk í plús.

En að heimamönnum. Eins og alþjóð veit hætti Zoran með liðið á fimmtudaginn var og Gunni Bogg tók við (Samkvæmt Egilsstaðabúum er rétt að segja Bogg en ekki Borg). Gunnar þekkjum við aðeins af góðu og er næsta víst að hann mun án nokkurs vafa gera góða hluti með liðið það sem eftir lifir sumars.
Erfitt er að ráða í fyrsta leik Gunnars en það er ólíklegt að hann umturni liðinu að ráði, þó er líklegt að liðið muni spila með svipaða uppstillingu og meistaraflokkur kvenna og nokkrir verða færðir til.

Vignir heldur sinni stöðu í markinu enda verið nokkuð öruggur í sumar. Sigurður Eyberg og Þorsteinn verða væntalega í bakvarðastöðunum nema Þorsteinn sé enn meiddur en þá kemur Jordan inn. Matt og Andy verða saman í miðju varnarinnar en Halldór gæti líka gert tilkall til miðvarðarstöðunnar.
Á miðjunni gæti Einar Ottó verið í sinni gömlu stöðu sem varnartengiliður og Maniche og Ingþór fyrir framan hann. Magnús Ingi og Ingi Rafn verða svo fyrir aftan Arnar Loga sem verður fremstur en Ragnar verður í banni vegna fjögurra gulra spjalda. Því væri ekki ólíklegt að sjá liðið svona.

líklegt byrjunarlið gegn Þrótti

líklegt byrjunarlið gegn Þrótti

Hér má svo sjá leikskránna fyrir leikinn en hún er eins og vanalega á rafrænu formi.
Selfoss – Þróttur 1. d. karla

Ein stór breyting verður á vellinum sjálfum á morgun. Lokað verður í austurbrekkuna og því smölum við öllum stuðningsmönnum Selfoss saman í stúkunni og þar látum við í okkur heyra.

ÁFRAM SELFOSS!!!