Næsti leikur hjá strákunum er á morgun, þriðjudag, við Þór Akureyri. Þetta er útileikur og því kjörið að fara norður í land í dag og skoða sig um, fá sér svo ís hjá Brynju, pizzu á Greifanum og skella sér svo á Þórsvöll á leikinn klukkan 19:15.

Bæði lið eru búin að vera í lægð undanfarið. Þór hefur tapað síðustu 3 leikjum á meðan strákarnir okkar hafa náð 1 stigi úr síðustu 3 umferðum. Þór féll eins og menn muna úr efstu deild síðasta haust og hefur verið mikil endurnýjun á hópnum hjá þeim. Sandor Mathus er í rammanum hjá þeim og er hann einn af betri markmönnum deildarinnar. Svo eru reynsluboltar á borð við Jóhann Helga og Svein Elías með þeim.
Þeir skiptu líka um þjálfara, gamli jálkurinn Páll Viðar Gíslason steig til hliðar og Halldór Jón Sigurðsson, Donni, tók við.

Liðin hafa mæst 9 sinnum í opinberum keppnisleikjum á vegum KSÍ. Selfoss hefur unnið 4 og Þór 5 og er markatalan 18-21 Þór í vil. Við stefnum að sjálfsögðu á að jafna báðar tölur og því væri 0 – 3 útisigur kjörin.

Liðin eru bæði búin að valda vonbrigðum í sumar. Þór er með 15 stig í 5 sæti og Selfoss er með 9 stig í því 10. Bæði lið stefndu hærra og því nokkuð ljóst að um hörkuleik verður að ræða.
Erfitt er að spá í líklegt byrjunarlið Selfoss en þetta er svona „educated guess“

Screen Shot 2015-07-06 at 10.34.07