Stelpurnar þurfa ykkar stuðning í dag og því ekki að skella sér á Hlíðarenda hinn vestari (R.vík) kl 19.15

Selfoss liðið er aðeins meiðslum hráð þessa dagana og með frekar lítnn hóp fyrir mót en þær eru staðráðnar í því að skipa úr spilunum á sem besta mátann og gefast aldrei upp.  Spáin fyrir tímabilið var Selfossi ekki í vil en staðan í deildinni í dag er nánst eins og Fotbolti.net spáði fyrir mót.  Það er því kjörið að breyta þessari spá aðeins og allt mögulegt í kvöld.   Umfjöllun um síðasta leik var á einn veg, einungis var fjallað um Þór/KA en undirritaður sá leikinn (Thorsporttv) og munurinn var ekki svo mikill að ekki mætti sjá góða takta hjá okkar stúlkum í kuldanum fyrir norðan og 3-0 kannski helst til of stórt tap.

Fyrir leikinn í kvöld er Hrafnhildur, Alissa og Gumma tæplega með en Eva kemur líklega inn aftur eftir veikindi í síðasta leik. Vörnin hefur aðeins lekið inn mörkum síðustu 2 leiki en á móti hefur ekki verið skorað af okkar hálfu og allt hangir þetta saman og liðið í heild sinni ásamt þjálfarateyminu þarf að gefa aðeins meira í hvert smáatriði og hvern bolta og framhaldið verður klárlega bjartara.

Lið Vals …byrja 11 inná og með öflugt lið og liðsheild…. veit lítið meira um þær en það. Valur er í 3. sæti fyrir þennan leik með 14 stig og markatöluna 12-7.  Selfoss í 6.sæti með 9 stig og markatöluna 10-12.

Selfoss – Valur í síðustu 12 innbyrðis viðureignum er 5 sigrar á hvort lið og 2 jafntefli. Síðasta tap okkar gegn Valskonum var haustið 2013,  0-4 á Selfoss velli. Síðustu viðureign þurfum við ekki að rifja upp en gerum samt… ævintýralegur sigur í bikarnum fyrr í sumar þar sem Selfoss snéri 0-2 tapi í 3-2 sigur á síðusut 10 mínútum leiksins plús uppbótartíma, Lo (2) og Heiðdís með mörkin okkar en fyrir Val skoruðu Elín Metta og Margrét Lára.

Verðug viðureign í kvöld og hvetjum alla til að mæta og hvetja okkar stelpur, áfram Selfoss!

Kv/AT.selfoss kvk