Þetta eru vægast sagt stórfréttir sem voru að berast af Engjaveginum í kvöld.
Zoran Miljkovic er hættur sem þjálfari meistaraflokks karla.
Liðið hefur spilað undir væntingum í sumar og ekki skorað nema 8 mörk í 10 leikjum í deildinni og situr í 10. sæti með 9 stig og 2 mörk í mínus.

Gunnar Rafn Borgþórsson þarf ekki að kynna fyrir Selfyssingum. Hann er þjálfari meistaraflokks kvenna og yfirþjálfari yngri flokka. Hann tekur við störfum Zorans og með honum verða Elías Örn og Jón Steindór.

Við þökkum Zoran fyrir starf sitt fyrir fótboltann á Selfossi og óskum honum alls hins besta.